Í föruneyti prinsins á Suðurskautslandinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. desember 2013 07:00 Íslenskur leiðangursstjóri frá Arctic Trucks fylgdi Harry Bretaprins á suðurpólinn. Mikill fögnuður braust út þegar leiðangursmenn stóðu á pólnum á hádegi í gær. Fréttablaðið/EPA „Harry Bretaprins er góður félagi, skemmtilegur og gaman að umgangast hann,“ segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctic Trucks. Hann var leiðangursstjóri í ferð prinsins og hermanna, sem hafa hlotið örkuml, á suðurpólinn. Hópurinn komst loks á pólinn í gær. Leiðir Emils og prinsins lágu fyrst saman í sumar þegar prinsinn æfði sig á Langjökli fyrir pólgönguna. Arctic Trucks sáu um að aka sjónvarpsfólki, læknum og aðstoðarfólki sem var með prinsinum og ferðafélögum hans á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn hófst formlega 22. nóvember þegar hópurinn kom upp á jökulbreiðuna. Hópnum var skipt upp í þrjá minni hópa. Í hverjum hópi voru fjórir hermenn sem höfðu særst, leiðsögumaður, aðstoðarmaður og einn frægur. Hinir frægu sem tóku þátt í göngunni á pólinn voru, auk Harrys, leikararnir Alexander Skarsgaard og Dominic West. Í upphafi var gert ráð fyrir að hóparnir myndu keppa um hver yrði fljótastur á áfangastað en fljótlega var ákveðið að hætta keppni og stytta dagleiðirnar. Líkamlegt ástand leiðangursmanna var mjög misjafnt, þarna voru hermenn sem höfðu misst útlimi, brennst og einn var blindur. Upphaflega átti að ganga 334 kílómetra en stytta þurfti gönguna niður í 200 kílómetra. Veður og smávægileg meiðsl sumra leiðangursmanna urðu til þess. Leiðangursmenn voru með farangur sinn á sleðum og varð hver og einn að draga 60 til 90 kíló. „Það kom fljótlega í ljós að sumir hermennirnir sem höfðu særst voru ekki nógu líkamlega sterkir til að draga púlkurnar, svo þeir sem hraustari voru léttu af púlkunum hjá þeim,“ segir Emil. Emil segir að frostið hafi verið frá 24 gráðum og niður í rúmlega 30 gráður. Þegar tekið var tillit til vindkælingar hafi kuldinn verið rúmlega 40 stig. Emil segir að engan hafi kalið illa, en nokkrir fengið lítil kalsár. Það var svo á hádegi að staðartíma í gær sem leiðangursmenn stóðu á pólnum, í ískulda en glaðasólskini. „Allir komust þeir á pólinn og það var mikil gleði. Það var tekin góð stund í að mynda og fagna áfanganum,“ segir Emil. Svo var haldið til baka en hópurinn ákvað að slá upp tjaldbúðum tuttugu kílómetra frá pólnum. „Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi þurft að aka yfir rifskafla og bíllinn hafi hossast mikið á leiðinni. Leiðangursmenn fara svo með flugi um helgina til Suður-Afríku en Emil sagði að það væri ekki alveg komið á hreint hvenær hann kæmi heim. Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
„Harry Bretaprins er góður félagi, skemmtilegur og gaman að umgangast hann,“ segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctic Trucks. Hann var leiðangursstjóri í ferð prinsins og hermanna, sem hafa hlotið örkuml, á suðurpólinn. Hópurinn komst loks á pólinn í gær. Leiðir Emils og prinsins lágu fyrst saman í sumar þegar prinsinn æfði sig á Langjökli fyrir pólgönguna. Arctic Trucks sáu um að aka sjónvarpsfólki, læknum og aðstoðarfólki sem var með prinsinum og ferðafélögum hans á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn hófst formlega 22. nóvember þegar hópurinn kom upp á jökulbreiðuna. Hópnum var skipt upp í þrjá minni hópa. Í hverjum hópi voru fjórir hermenn sem höfðu særst, leiðsögumaður, aðstoðarmaður og einn frægur. Hinir frægu sem tóku þátt í göngunni á pólinn voru, auk Harrys, leikararnir Alexander Skarsgaard og Dominic West. Í upphafi var gert ráð fyrir að hóparnir myndu keppa um hver yrði fljótastur á áfangastað en fljótlega var ákveðið að hætta keppni og stytta dagleiðirnar. Líkamlegt ástand leiðangursmanna var mjög misjafnt, þarna voru hermenn sem höfðu misst útlimi, brennst og einn var blindur. Upphaflega átti að ganga 334 kílómetra en stytta þurfti gönguna niður í 200 kílómetra. Veður og smávægileg meiðsl sumra leiðangursmanna urðu til þess. Leiðangursmenn voru með farangur sinn á sleðum og varð hver og einn að draga 60 til 90 kíló. „Það kom fljótlega í ljós að sumir hermennirnir sem höfðu særst voru ekki nógu líkamlega sterkir til að draga púlkurnar, svo þeir sem hraustari voru léttu af púlkunum hjá þeim,“ segir Emil. Emil segir að frostið hafi verið frá 24 gráðum og niður í rúmlega 30 gráður. Þegar tekið var tillit til vindkælingar hafi kuldinn verið rúmlega 40 stig. Emil segir að engan hafi kalið illa, en nokkrir fengið lítil kalsár. Það var svo á hádegi að staðartíma í gær sem leiðangursmenn stóðu á pólnum, í ískulda en glaðasólskini. „Allir komust þeir á pólinn og það var mikil gleði. Það var tekin góð stund í að mynda og fagna áfanganum,“ segir Emil. Svo var haldið til baka en hópurinn ákvað að slá upp tjaldbúðum tuttugu kílómetra frá pólnum. „Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi þurft að aka yfir rifskafla og bíllinn hafi hossast mikið á leiðinni. Leiðangursmenn fara svo með flugi um helgina til Suður-Afríku en Emil sagði að það væri ekki alveg komið á hreint hvenær hann kæmi heim.
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira