„Egill skapaði sjálfur skrípið“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. september 2013 13:54 Guðríður Jónsdóttir og Egill Einarsson í Hérðasdómi Reykjavíkur í morgun. Mynd/Villi Lögmaður Sunnu Ben Guðrúnardóttir segir að Egill Einarsson hafi sjálfur skapað sér þá orðræðu sem hann nú stefnir umbjóðenda sínum fyrir. Aðalmálsmeðferð í meiðyrðamáli Egils gegn Sunnu Ben fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sunna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún sagði Egil hafa nauðgað unglingsstúlku. Egill gaf skýrslu í morgun þar sem hann sagðist ekki ætla að sætta sig við það að vera kallaður nauðgari. Nauðgunarkæra á hendur Agli og unnustu hans, Guðríði Jónsdóttur, var látin niður falla. Egill kom í kjölfarið í viðtal í Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. Það viðtal fór fyrir brjóstið á mörgum og var stofnaður hópur á Facebook þar sem viðtalinu var mótmælt. Hörð orð voru látin falla á vegg hópsins, meðal annars af Sunnu Ben, sem Egill kærði í kjölfarið fyrir meiðyrði. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Sunnu, telur að umbjóðandi sinn hafi ekki brotið af sér þar sem Egill hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú Sunnu Ben fyrir. Hún segir að Egill hafi ítrekað skrifað með niðrandi hætti um konur og hvatt til athafna sem auðvelt sé að túlka sem nauðgun. Sigríður segir að Egill hafi sjálfur skapað þessa orðræðu, hvort sem það sé í hans eigin nafni eða einhvers „skrípis“ eins og Sigríður komst að orði og átti þar við karakterinn Gillz. Vitnaði Sigríður þar í bloggfærslur og bækur sem Gillz hefur gefið út á síðustu árum. Sigríður segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fundið það upp hjá sjálfri sér að skrifa um Egil á umræddri síðu á Facebook heldur hafi hún verið að taka þátt í umræðu, umræða sem Egill hafi sjálfur verið upphafsmaður á með viðtali sínu við Monitor. Egill stefndi fjórum aðilum fyrir meiðyrði en eitt mál var látið niður falla eftir að stefndi baðst afsökunar. Egill tók þá afsökun til greina og lét málið niður falla. Verjandi Egils segir að Sunnu hafi boðist að gera slíkt hið sama. Hún afþakkaði það boð. Egill fer fer fram á að Sunna verði dæmd fyrir meiðyrði og einnig til að greiða miskabætur upp á eina milljón króna. Dómsuppskvaðning fer fram þann 21. október næstkomandi. Tengdar fréttir "Sýndi netumræðunni skilning" Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. 26. september 2013 11:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Lögmaður Sunnu Ben Guðrúnardóttir segir að Egill Einarsson hafi sjálfur skapað sér þá orðræðu sem hann nú stefnir umbjóðenda sínum fyrir. Aðalmálsmeðferð í meiðyrðamáli Egils gegn Sunnu Ben fór fram í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sunna skrifaði færslu á Facebook þar sem hún sagði Egil hafa nauðgað unglingsstúlku. Egill gaf skýrslu í morgun þar sem hann sagðist ekki ætla að sætta sig við það að vera kallaður nauðgari. Nauðgunarkæra á hendur Agli og unnustu hans, Guðríði Jónsdóttur, var látin niður falla. Egill kom í kjölfarið í viðtal í Monitor, fylgiriti Morgunblaðsins. Það viðtal fór fyrir brjóstið á mörgum og var stofnaður hópur á Facebook þar sem viðtalinu var mótmælt. Hörð orð voru látin falla á vegg hópsins, meðal annars af Sunnu Ben, sem Egill kærði í kjölfarið fyrir meiðyrði. Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Sunnu, telur að umbjóðandi sinn hafi ekki brotið af sér þar sem Egill hafi sjálfur skapað þá orðræðu sem hann stefnir nú Sunnu Ben fyrir. Hún segir að Egill hafi ítrekað skrifað með niðrandi hætti um konur og hvatt til athafna sem auðvelt sé að túlka sem nauðgun. Sigríður segir að Egill hafi sjálfur skapað þessa orðræðu, hvort sem það sé í hans eigin nafni eða einhvers „skrípis“ eins og Sigríður komst að orði og átti þar við karakterinn Gillz. Vitnaði Sigríður þar í bloggfærslur og bækur sem Gillz hefur gefið út á síðustu árum. Sigríður segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fundið það upp hjá sjálfri sér að skrifa um Egil á umræddri síðu á Facebook heldur hafi hún verið að taka þátt í umræðu, umræða sem Egill hafi sjálfur verið upphafsmaður á með viðtali sínu við Monitor. Egill stefndi fjórum aðilum fyrir meiðyrði en eitt mál var látið niður falla eftir að stefndi baðst afsökunar. Egill tók þá afsökun til greina og lét málið niður falla. Verjandi Egils segir að Sunnu hafi boðist að gera slíkt hið sama. Hún afþakkaði það boð. Egill fer fer fram á að Sunna verði dæmd fyrir meiðyrði og einnig til að greiða miskabætur upp á eina milljón króna. Dómsuppskvaðning fer fram þann 21. október næstkomandi.
Tengdar fréttir "Sýndi netumræðunni skilning" Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. 26. september 2013 11:32 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
"Sýndi netumræðunni skilning" Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, sagði í héraðsdómi í morgun að enginn hafi skráð sig í fjarþjálfun hjá sér í 10 daga eftir viðtalið við Guðnýju Rós Vilhjálmsdóttur birtist í Nýju lífi í lok ágúst. 26. september 2013 11:32