Af samkeppnishvötum í heilbrigðis- og menntamálum Páll Gunnar Pálsson skrifar 26. september 2013 06:00 Í aðsendum greinum á vefnum visir.is er að finna athyglisverða grein frá 14. september sl. eftir Benedikt Ó. Sveinsson lækni, undir yfirskriftinni „Er fákeppni að sliga Landspítalann?“. Þar rekur Benedikt frá sínum sjónarhóli sögu spítalasameininga og vekur á því athygli að með sameiningunum hafi samkeppnishvötum í spítalarekstri verði eytt. Færir hann meðal annars rök fyrir því að skortur á samkeppni kunni að vera rót þess mannauðsvanda sem Landspítalinn stendur frammi fyrir. Grein Benedikts er allrar athygli verð. Hún minnir okkur á að þær leiðir sem yfirvöld hafa farið hér á landi í þróun heilbrigðiskerfisins eru mjög frábrugðnar þeim leiðum sem frændur okkar Svíar hafa farið. Þarlend yfirvöld hafa lagt á það áherslu að nýta krafta samkeppninnar til þess að tryggja góða og hagkvæma heilbrigðisþjónustu, t.d. með því að auka valfrelsi sjúklinga. Uppbygging menntakerfisins þar í landi er byggð á sömu forsendum. Þetta gera Svíar án þess að slá í nokkru af norrænni velferðarstefnu. Stjórnvöld hér á landi hafa því miður ekki haft sömu stefnu að leiðarljósi. Liggur við að sú litla samkeppni sem finna má á þessum sviðum sé litin hornauga. Fyrir einhvern misskilning ber hugtakið einkavæðingu fljótt á góma þegar talið berst að þessu. Samkeppnisyfirvöld hér á landi vilja stuðla að umræðu um samkeppnishvata í heilbrigðis- og menntamálum. Á ráðstefnu sem haldin verður föstudaginn 27. september nk. verður fjallað sérstaklega um þessi álitaefni. Á meðal þátttakenda í vinnustofu um þetta verða Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, Kristina Geiger, aðstoðarforstjóri sænska samkeppniseftirlitsins, Oddur Steinarsson, læknir í Gautaborg, Viktor Norman, prófessor við Norges Handelshöjskole og Cristiana Vitale, hagfræðingur hjá OECD. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, stýrir vinnustofunni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Í aðsendum greinum á vefnum visir.is er að finna athyglisverða grein frá 14. september sl. eftir Benedikt Ó. Sveinsson lækni, undir yfirskriftinni „Er fákeppni að sliga Landspítalann?“. Þar rekur Benedikt frá sínum sjónarhóli sögu spítalasameininga og vekur á því athygli að með sameiningunum hafi samkeppnishvötum í spítalarekstri verði eytt. Færir hann meðal annars rök fyrir því að skortur á samkeppni kunni að vera rót þess mannauðsvanda sem Landspítalinn stendur frammi fyrir. Grein Benedikts er allrar athygli verð. Hún minnir okkur á að þær leiðir sem yfirvöld hafa farið hér á landi í þróun heilbrigðiskerfisins eru mjög frábrugðnar þeim leiðum sem frændur okkar Svíar hafa farið. Þarlend yfirvöld hafa lagt á það áherslu að nýta krafta samkeppninnar til þess að tryggja góða og hagkvæma heilbrigðisþjónustu, t.d. með því að auka valfrelsi sjúklinga. Uppbygging menntakerfisins þar í landi er byggð á sömu forsendum. Þetta gera Svíar án þess að slá í nokkru af norrænni velferðarstefnu. Stjórnvöld hér á landi hafa því miður ekki haft sömu stefnu að leiðarljósi. Liggur við að sú litla samkeppni sem finna má á þessum sviðum sé litin hornauga. Fyrir einhvern misskilning ber hugtakið einkavæðingu fljótt á góma þegar talið berst að þessu. Samkeppnisyfirvöld hér á landi vilja stuðla að umræðu um samkeppnishvata í heilbrigðis- og menntamálum. Á ráðstefnu sem haldin verður föstudaginn 27. september nk. verður fjallað sérstaklega um þessi álitaefni. Á meðal þátttakenda í vinnustofu um þetta verða Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, Kristina Geiger, aðstoðarforstjóri sænska samkeppniseftirlitsins, Oddur Steinarsson, læknir í Gautaborg, Viktor Norman, prófessor við Norges Handelshöjskole og Cristiana Vitale, hagfræðingur hjá OECD. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, stýrir vinnustofunni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar