Tónlist

Jethro Tull kemur í sumar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hljómsveitarmeðlimir Jetrho Tull eru miklir Íslandsvinir.
Hljómsveitarmeðlimir Jetrho Tull eru miklir Íslandsvinir.
Breska sveitin Jethro Tull er væntanleg til Íslands í byrjun júní og efnir til þrennra tónleika í heimsókn sinni, þar sem sveitin flytur öll sín þekktustu lög. Tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri föstudaginn 7. júní, í Höllinni í Vestmannaeyjum laugardaginn 8. júní og í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík sunnudaginn 9. júní. Íslenskir tónlistarmenn koma jafnframt við sögu á tónleikum Tull í sumar. Jethro Tull kom líka til landsins í fyrra og hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.