Innlent

Sólríkasti marsmánuður í yfir áratug

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sólin hefur skinið skært núna.
Sólin hefur skinið skært núna. Mynd/ Getty.
Marsmánuður hefur ekki verið eins sólríkur í Reykjavík síðan 1999 eða í fjórtán ár. Sólarstundir voru tæplega 163 og er það 51 stund yfir meðallag. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar rúmlega áttatíu og er það í rétt rúmu meðallagi. Úrkoma í Reykjavík mældist rúmur 41 millimetri og er það um helmingur meðalúrkomu í mars. Síðast var mars ámóta þurr 2005. Á Akureyri mældist úrkoman tæpir 47 millimetrar og er það í rétt rúmu meðallagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×