Íslenski boltinn

Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson. Mynd/Vilhelm
Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Fyrsti leikur hefst kl 10.15 á laugardaginn þegar Valur og Álftanes mætast í kvennaflokki og konurnar í ÍBV og Snæfellsnes leika þar á eftir. Um kl. 13.30 leika svo karlalið Vals og ÍBV og þar á eftir mætast Víkingur Ólafsvík og Þróttur/SR. Sigurvegarar viðureignanna leika svo til úrslita á sunnudaginn og hefst úrslitaleikurinn í kvennaflokki kl 12.15 og hjá körlunum kl. 14.00.

Vestmannaeyingar hafa því kost á því að verja titla sína en bæði karla- og kvennalið félagsins urðu Íslandsmeistarar á síðasta ári.

Allir leikir helgarinnar verða sýndir í beinni útsendingu á SportTV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×