Gróðavegur – 3,5% afnotagjald Kristinn H. Gunnarsson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjárfestingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxluðu skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 milljarðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipaflotans. Stjórnarflokkarnir komust til valda 1. febrúar 2009. Eitt stærsta baráttumál þeirra var að breyta tekjuskiptingunni þannig að aukinn hluti þess sem þegar er greitt fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum rynni til þjóðarinnar og minna til handhafa kvótans. Síðan eru liðin þrjú metár í sjávarútvegi 2009-2011. Svonefnd EBITDA, hagnaður af rekstri í veiðum og vinnslu til þess að standa undir afskriftum og fjármagnskostnaði, varð samtals 207 milljarðar króna. Hagnaður þessara þriggja ára er fáheyrður og jafngildir helmingi af öllum skuldum greinarinnar. Samanlögð gjaldtaka fyrir afnotin af fiskimiðunum, veiðigjaldið, var „hófleg", 7 milljarðar króna á þessum gróðaárum. Ríkisstjórnin lét gróðaveg útgerðarinnar ósnertan, þar til nú undir blálok kjörtímabilsins. Hún afhenti nánast ókeypis aðgang að veiðum á nýjum fisktegundum. Gjaldið fyrir aðganginn að fiskimiðunum var 3,5% en gjaldið fyrir aðganginn að heilbrigðiskerfinu er komið upp í 20%. Áfram verður útgerð á Íslandsmiðum gróðavegur. Það er m.a. vegna þess að útgerðarmenn og sjómenn eru harðduglegir, útsjónarsamir og framfarasinnaðir. En það er líka vegna þess að fiskimiðin eru auðnýtanleg og einstaklega gjöful af verðmætum fisktegundum. Góðar tekjur fást með tiltölulega litlum stofnkostnaði. Heildartekjur útgerðarinnar einnar eru um 160 milljarðar króna en vátryggingarverðmæti flotans aðeins um 120 milljarðar króna. Árlegar afskriftir eru aðeins 8 milljarðar króna. Þetta er ástæðan fyrir því að kvótinn, veiðirétturinn, er svo hár í verði sem raun ber vitni; það er svo mikil hagnaðarvon. Útgerð er gróðavegur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Metafkoma varð í sjávarútvegi á árinu 2011. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað varð 80 milljarðar króna, eða 30% af öllum tekjum greinarinnar. Þetta er árið sem skilaði 25-30 milljarða króna tekjum af makrílveiðum án fjárfestingar í skipum né í búnaði að nokkru ráði. Þetta er árið sem veiðirétturinn á makríl kostaði aðeins 140 milljónir króna. Þetta er árið sem landsmenn öxluðu skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðiskerfinu en útvegsmenn öxluðu gróðann. Framlag þeirra til ríkisins í formi veiðigjalds var einungis 3,7 milljarðar króna. Hreinn hagnaður, það sem eftir stendur þegar allt er tiltekið, varð 60 milljarðar króna. Það er helmingur af vátryggingarverðmæti alls fiskiskipaflotans. Stjórnarflokkarnir komust til valda 1. febrúar 2009. Eitt stærsta baráttumál þeirra var að breyta tekjuskiptingunni þannig að aukinn hluti þess sem þegar er greitt fyrir veiðiréttinn á Íslandsmiðum rynni til þjóðarinnar og minna til handhafa kvótans. Síðan eru liðin þrjú metár í sjávarútvegi 2009-2011. Svonefnd EBITDA, hagnaður af rekstri í veiðum og vinnslu til þess að standa undir afskriftum og fjármagnskostnaði, varð samtals 207 milljarðar króna. Hagnaður þessara þriggja ára er fáheyrður og jafngildir helmingi af öllum skuldum greinarinnar. Samanlögð gjaldtaka fyrir afnotin af fiskimiðunum, veiðigjaldið, var „hófleg", 7 milljarðar króna á þessum gróðaárum. Ríkisstjórnin lét gróðaveg útgerðarinnar ósnertan, þar til nú undir blálok kjörtímabilsins. Hún afhenti nánast ókeypis aðgang að veiðum á nýjum fisktegundum. Gjaldið fyrir aðganginn að fiskimiðunum var 3,5% en gjaldið fyrir aðganginn að heilbrigðiskerfinu er komið upp í 20%. Áfram verður útgerð á Íslandsmiðum gróðavegur. Það er m.a. vegna þess að útgerðarmenn og sjómenn eru harðduglegir, útsjónarsamir og framfarasinnaðir. En það er líka vegna þess að fiskimiðin eru auðnýtanleg og einstaklega gjöful af verðmætum fisktegundum. Góðar tekjur fást með tiltölulega litlum stofnkostnaði. Heildartekjur útgerðarinnar einnar eru um 160 milljarðar króna en vátryggingarverðmæti flotans aðeins um 120 milljarðar króna. Árlegar afskriftir eru aðeins 8 milljarðar króna. Þetta er ástæðan fyrir því að kvótinn, veiðirétturinn, er svo hár í verði sem raun ber vitni; það er svo mikil hagnaðarvon. Útgerð er gróðavegur.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun