Frá sjónarhóli krypplingsins – af trúarlegu ofstæki og nafnlausum bréfum Inga Björk Bjarnadóttir skrifar 4. janúar 2013 08:00 Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 2. janúar sl. kom ég fram og drakk morgunkaffið þegar ég tók eftir að umslag lá á eldhúsborðinu, stílað á mig. Ég opnaði það og var þar bréfið frá þér, nafnlausum sendanda, ásamt lítilli bók um Jesú. Í bréfinu, sem bar yfirskriftina „Drengur læknaðist, sem hafði 26 alvarlega fæðingargalla!", var sagt frá móður fatlaðs barns í Bandaríkjunum sem lagði leið sína á trúarlega samkomu í Alabama. Móðirin sat þar og hlustaði á Guðsmann og vonaðist eftir að fá lækningu fyrir barnið sitt. Hún ræddi við prédikara einn sem sagði henni að ef hún efaðist ekki um mátt Guðs myndi hún leggja aleigu sína í söfnunarkörfu. Þetta gerði hún og eðli málsins samkvæmt læknaði Guðsmaðurinn vanskapaða barnið. Ófullkomna barninu uxu fætur og snúnir handleggir þess réttust. Tungan sem „lá út á kinn small inn eins og teygja" og líflaus augun vöknuðu. Áður mállaust barnið hljóp til móður sinnar og kallaði á hana. Hugljúft ævintýri, ekki satt? En sjáðu til, þú sem sendir mér þetta ágæta bréf. Þrátt fyrir það að ég sé í hjólastól er ég ekki veik og þess vegna þarf ég ekki lækningu. Ef ég þyrfti á annað borð lækningu, fengist hún sannarlega ekki með því að gefa aleigu mína til trúarsafnaðar. Ég hef heldur aldrei og mun aldrei upplifa mig sem annars flokks borgara vegna fötlunar minnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samfélagsins til að telja mér trú um annað. Ég er ekki vanskapnaður Guðs og því síður mun heilagur andi gefa líkama mínum mátt. „Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?" eins og skáldið sagði. Svo getur þú náttúrulega ekki ímyndað þér að ég sé hamingjusöm, í þessum ófullkomna líkama mínum. Þú trúir því varla að ég líti oft á það sem styrkleika og sjái kosti í því að hafa fæðst vansköpuð. En bíddu hæg/ur, ég get nefnilega átt skó í óendanlega langan tíma því ég slít þeim ekki og á rúmlega 50 pör. Ég þarf hvorki að standa né sitja á ómögulegum stólum í partíum. Ég þarf aldrei að labba, fólk segir mér að það geti verið mjög þreytandi. Sem barn vann ég undantekningarlaust stólaleikinn. Sætir strákar bjóðast til að bera mig hitt og þetta og opna dyr fyrir mig. Ég fæ bestu bílastæðin, og allt þetta fyrir það eitt að vera í hjólastól! Nokkuð magnað, finnst þér ekki? Ég vona að þú sem sendir mér bréfið hafir lesið þetta, þar sem þetta er mín eina leið til að svara þér, nafnlausi sendandi. Ég vona að þú skiljir að ég þarf ekki lækningu og að ég er ekki annars flokks samfélagsþegn þrátt fyrir, líklega vel meinta, tilraun þína til að telja mér trú um annað.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun