Ágústa Eva gagnrýnir AA-samtökin 27. mars 2013 14:30 Ágústa Eva Erlendsdóttir. Myndir/Rafael Pinho Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir efast um ágæti AA-samtakanna og telur gloppu í heilbrigðiskerfinu að ætla æðri mætti að sjá um fíklana. Þetta kemur fram í viðtali við hana í tímaritinu Nýtt líf. Ágústa Eva prýðir forsíðu blaðsins og segir einnig frá góðri vinkonu sinni, Susie Rut og systur sinni Sunnu sem báðar létust af völdum fíknar. Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn. "Það er ekki þar með sagt að þetta sé gallalaust batterí. Ég var þarna í fimm ár og fór tvo til þrjá sporahringi á ári, sem er nokkuð mikið. Þetta varð ein hringavitleysa, aftur og aftur sama liðið, á misjöfnum stað með misjafnt siðferði. Ég þreyttist og fannst ég ekki komast á neitt hærra plan. Það eru sannarlega margir sem fá hjálp á þessum stað en fáir heilbrigðir einstaklingar sem hafa þolinmæði fyrir þetta í áraraðir. AA-samtökin eru því tvíeggja sverð. Þau eru jafnhættuleg og þau geta verið góð og það er gloppa í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ágústa Eva í viðtalinu. Hún segir samtökin vera pytt fyrir allskonar fólk sem á það sameiginlegt að líða illa. "Þar er líka fólk sem sækist í að ráðskast með líf annarra, af þeim eigingjörnu ástæðum að lækna sjálft sig. Ég trúi því ekki að alkóhólismi sé sjúkdómur. Fólk getur verið með allskyns geðveilur og ástæður fyrir því að misnota áfengi. Samtökin geta ekki læknað geðsjúkdóma né siðblindu en þar er engu að síður unnið eins og allir séu með sama sjúkdóminn,“ segir Ágústa Eva en lesa má viðtalið í heild sinni í nýútkomnu tölublaði Nýs lífs. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir efast um ágæti AA-samtakanna og telur gloppu í heilbrigðiskerfinu að ætla æðri mætti að sjá um fíklana. Þetta kemur fram í viðtali við hana í tímaritinu Nýtt líf. Ágústa Eva prýðir forsíðu blaðsins og segir einnig frá góðri vinkonu sinni, Susie Rut og systur sinni Sunnu sem báðar létust af völdum fíknar. Ágústa Eva sannfærðist um að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk fyrir rælni inn á AA fund, rúmlega tvítug að aldri. Þá tók á móti henni hópur karlmanna á fimmtugsaldri sem allir áttu jafn erfitt. Í viðtalinu lýsir hún eigin vanlíðan og segist hafa liðið eins og hún væri að koma loks heim. Heill her fólks var tilbúinn til að hjálpa henni að láta sér sér líða betur og hún sveif á skýi, að eigin sögn. "Það er ekki þar með sagt að þetta sé gallalaust batterí. Ég var þarna í fimm ár og fór tvo til þrjá sporahringi á ári, sem er nokkuð mikið. Þetta varð ein hringavitleysa, aftur og aftur sama liðið, á misjöfnum stað með misjafnt siðferði. Ég þreyttist og fannst ég ekki komast á neitt hærra plan. Það eru sannarlega margir sem fá hjálp á þessum stað en fáir heilbrigðir einstaklingar sem hafa þolinmæði fyrir þetta í áraraðir. AA-samtökin eru því tvíeggja sverð. Þau eru jafnhættuleg og þau geta verið góð og það er gloppa í heilbrigðiskerfinu,“ segir Ágústa Eva í viðtalinu. Hún segir samtökin vera pytt fyrir allskonar fólk sem á það sameiginlegt að líða illa. "Þar er líka fólk sem sækist í að ráðskast með líf annarra, af þeim eigingjörnu ástæðum að lækna sjálft sig. Ég trúi því ekki að alkóhólismi sé sjúkdómur. Fólk getur verið með allskyns geðveilur og ástæður fyrir því að misnota áfengi. Samtökin geta ekki læknað geðsjúkdóma né siðblindu en þar er engu að síður unnið eins og allir séu með sama sjúkdóminn,“ segir Ágústa Eva en lesa má viðtalið í heild sinni í nýútkomnu tölublaði Nýs lífs.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira