Innlent

Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra lagði frumvarpið fram.
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra lagði frumvarpið fram.
Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu.

Blindrafélagið vill að tólftu grein frumvarpsins verði breytt þannig að hún feli í sér svigrúm til þess að koma til móts við þarfir og réttindi fatlaðra nemenda. Námstími verði þannig lengdur með hliðsjón af fötlun viðkomandi nemenda.

Álitsgerðin hefur verið send allsherjar og menntamálanefnd Alþingis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×