Senda frá sér fyrstu smáskífuna Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 09:00 Þau Amy Odell og Aggi Friðbertsson skipa hljómsveitina Amy and I. Þau hafa nú sent frá sér sína fyrstu smáskífu sem ber heitið The Storm. „Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar.
Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið