Senda frá sér fyrstu smáskífuna Kristjana Arnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 09:00 Þau Amy Odell og Aggi Friðbertsson skipa hljómsveitina Amy and I. Þau hafa nú sent frá sér sína fyrstu smáskífu sem ber heitið The Storm. „Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Fyrsta lagið okkar kemur út á morgun og svo höldum við þessu bara ótrauð áfram,“ segir tónlistarmaðurinn Aggi Friðbertsson sem hefur hafið samstarf með bresku söngkonunni Amy Odell. Hljómsveitina kalla þau Amy and I en þau Amy og Aggi kynntust í gegnum sameiginlegan vin í London í fyrra og hófu samstarf nú í vor. „Ég flutti til London til að læra upptökustjórnun og kynntist þar bróður hennar Amy, sem var meðal annars umboðsmaður íslensku hljómsveitanna Mínus og Cliff Clavin. Amy var að leita sér að gítarleikara og ég sló til. Ég stakk svo fljótlega upp á því að gera eitthvað annað en það,“ segir Aggi, en hann segir tónlistina sem þau gera vera eins konar raftónlist með rólegu ívafi. Aggi býr á Íslandi í sumar og hefur því þurft að nota bæði Skype og tölvupóst til þess að bera efnið undir Amy. „Við náðum að taka mikið upp í London þegar ég var að klára skólann í vor. Svo hef ég verið að semja á fullu og senda á hana en ég fer til London aftur í næstu viku. Þá verður þetta aðeins auðveldara.“ Aggi hefur einnig látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi en hann hefur spilað með hljómsveitinni Sign síðustu fimm ár og var forsprakki rokksveitarinnar Ten Steps Away. Amy Odell er dóttir breska upptökustjórans Kens Thomas en sá hefur meðal annars unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, M83 og Moby. Fyrsta lag Amy and I ber heitið The Storm. Lagið kemur út í dag og má heyra á Facebook-síðu hljómsveitarinnar.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira