Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2013 13:25 mynd/vilhelm Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Rekstraraðilar á Geysi í Haukadal hafa enga trú á hugmyndum um náttúrupassa og ætla að hefja innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Ritari Geysis ehf. segir aðkallandi að hefja uppbyggingu á svæðinu fyrir hálfan milljarð króna. Landeigendafélagið Geysir var stofnað í september í fyrra af landeigendum sem eiga 65 prósent af geysislandinu en ríkið á 35 prósent. Garðar Eiríksson ritari félagsins segir hagsmunaaðila hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um nauðsynlega uppbyggingu á Geysissvæðinu í tvö ár án niðurstöðu. „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum,“ segir Garðar. Landeigendur beri mikinn kostnað af svæðinu og þörf sé á miklum framkvæmdum. Garðar segir um hálfa milljón ferðamanna heimsækja Geysi á hverju ári og ekki sé hægt að halda áfram rekstrinum við óbreyttar aðstæður. „Jafnframt er það nú þannig að með auknu álagi vegna fjölda ferðamanna þarf heilmikla fjármuni til að gera þessi svæði þannig úr garði að þau geti borið þennan þunga,“ segir hann. Það hefði verið gott ef menn hefðu stigið þetta skref fyrir um fimm árum en nú verði ekki lengur komist hjá því að fara í aðgerðir til að bera ferðamannaþungann. „Þú tekur ekki hálfan milljarð í eitt svæði upp úr skattvasa samfélagsins þegar við eigum ekki fyrir brýnustu nauðsynjum eins og heilbrigðismálum og öðru slíku. Þá verða menn að greiða fyrir upplifun á staðnum og þeirrar þjónustu sem þeir njóta á hverjum stað,“ segir Garðar. Sú uppbygging sem blasi við kosti ekki minna en hálfan milljarð og svo þurfi að halda svæðinu við, ráða starfsfólk, huga að öryggismálum, aðgengi fatlaðara og fleira. Gjaldið verði hóflegt og undir þúsund krónum. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um upptöku náttúrupassa sem aðgang að öllum ferðamannastöðum landsins.Hefði það ekki verið skynsamari leið?„Nei einfaldlega. Ég hef ætíð talað gegn náttúrupassa. Ég hef hins vegar talað fyrir blandaðri leið,“ segir Garðar. Þeir staðir sem beri rekstur innheimti sitt gjald en aðrir staðir verði fjármagnaðir með öðrum leiðum. „Við viljum ekki vera undir þeim hatti að það sé verið að skammta úr einhverju batteríi, sem fer kannski mest í að viðhalda sjálfu sér, sem náttúrupassinn virðist stefna í samkvæmt Boston hugmyndunum og öðru slíku,“ segir Garðar Eiríksson.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira