Lífið

Í brúðarkjólnum á hundrað mismunandi stöðum

Hjónakornin heimsóttu meðal annars Ísland.
Hjónakornin heimsóttu meðal annars Ísland. Myndir/Jeff Salvage
Síðan Jennifer Salvage gekk að eiga manninn sinn, Jeff, fyrir fimm árum hefur hún klæðst brúðarkjólnum yfir hundrað sinnum - meðal annars í Kína, Frakklandi, Nýja Sjálandi og Íslandi.

Jennifer og Jeff gengu í það heilaga á Páskaeyju árið 2008. Jeff, sem er áhugaljósmyndari, vildi taka myndir af eiginkonu sinni í brúðarkjólnum á sem flestum stöðum á eyjunni og þá kviknaði sú hugmynd að taka myndir af henni víðs vegar um heim. Verkefnið kalla hjónin "One Dress, One Woman, One World" og hafa meðal annars heimsótt Ísland og verið viðstödd Ólympíuleikana í Kína.

Myndir þeirra hjóna má sjá á heimasíðu þeirra, onedressonewoman.com.



Myndirnar eru stórglæsilegar eins og sjá má.
Á Nýja-Sjálandi.
Jennifer í Noregi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.