María Birta vann Einkamálsmálið Kristján Hjálmarsson skrifar 15. júlí 2013 12:23 María Birta sagði fyrir dómi að hún hefði aldrei upplifað aðra eins árás og auglýsinguna á einkamal.is. Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Una Jóhannesdóttir hefur verið dæmd til að greiða Maríu Birtu Bjarnadóttur, verslunar- og leikkonu, 250 þúsund krónur í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins vegna auglýsingar sem birtist á stefnumótasíðunni einkamal.is. Í auglýsingunni kom fram að kona með blá augu byði upp á kynlífsþjónustu og var sögð elska „gylltar sturtur“ og perlufestar. Símanúmer Maríu Birtu fylgdi með en auglýsingin var sett inn í óþökk hennar. Í kjölfar auglýsingarinnar fékk María Birta mörg símtöl og sms-skilaboð frá einstaklingum sem sóttust eftir þjónustunni. „Þetta voru skilaboð frá mönnum sem vildu vita hvaða upphæð ég tæki fyrir kynlífsathafnir,“ sagði María Birta við málflutninginn sem fram fór í júní. „Mér brá ofsalega, þetta er mesta árás sem ég hef lent í.“Í samtali við Harmageddon í júní sagði Una að um hrekk hefði verið að ræða. „Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una í viðtalinu. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að IP-tala Unu væri að baki auglýsingunni en Una neitaði alfarið sök. Hún sagðist hafa verið að hafa sig til þegar vinkona hennar bjó til auglýsinguna , sama kvöld og þær fóru út að skemmta sér. Þeim hafi þótt hugmyndin fyndin og að þær höfðu áður gert það sama gagnvart vinkonum sínum. Sama kvöld hittu þær Maríu Birtu sem var í miklu uppnámi út af auglýsingunni. Una segist ekki hafa sagt henni frá því að þær stæðu á bak við þetta, heldur kipptu auglýsingunni strax út. Síðar, þegar lögreglan hafði rekið IP töluna, komst María Birta að hinu sanna, og kærði málið. María Birta vildi fá 500 þúsund krónur í skaðabætur en voru, samkvæmt heimildum Vísis, dæmdar 250 þúsund. Dómurinn féll 5. júlí en dómari ákvað að birta hann ekki. Viðtalið við Unu má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00 Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Margir vildu afbrigðilegt kynlíf Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar. 10. nóvember 2012 06:00
Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“ "Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu. 13. júní 2013 16:28