Lífið

Opna veitingastað í elsta húsi Selfossbæjar

Marín Manda skrifar
Eigendur Tryggvaskála, Tómas Þóroddsson og Fannar geir Ólafsson.
Eigendur Tryggvaskála, Tómas Þóroddsson og Fannar geir Ólafsson.
Veitingastaðurinn Tryggvaskáli opnaður í elsta húsi á Selfossi með mat úr héraðinu.

„Húsið var byggt árið 1890 en þetta er elsta hús Selfossbæjar. Það var upprunalega byggt sem aðsetur fyrir verkamenn sem störfuðu við að byggja Ölfusárbrúna,“ segir Tómas Þóroddsson, matreiðslumeistari, sem í síðustu viku opnaði veitingastaðinn Tryggvaskála.

Veitingastaðurinn hefur aðsetur í ævagömlu húsi sem er elsta hús Selfossar. Húsið hefur þjónað ýmsum tilgangi áður en meðal annars var rekið þar hótel og skemmtistaður um tíma.

„Það hefur ekki verið veitingastaður í húsinu síðan árið 1974. Við vorum síðan með jólahlaðborð þar um síðustu jól og fundum fyrir sálinni á staðnum.

Hér áður fyrr kom fólk sérstaklega frá Reykjavík til þess að fá sér Ölfusárlax og appelsín,“ segir Tómas.

Það eru þeir Tómas Þóroddsson og Fannar Geir Ólafsson sem reka Tryggvaskála en Guðbjörg Árnadóttir sá um hönnun innanhúss. Hráefnið í réttina er mestmegnis úr sveitunum í kring en tvisvar í viku er keypt íslenskt grænmeti frá Flúðum en kryddjurtirnar eru úr nágrenninu og laxinn er úr ánni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.