Snorri í Betel vill á þing 12. janúar 2013 16:40 „Já, ég gekk í Kristilega flokkinn," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi." Það var Akureyri Vikublað sem greindi frá því í gær að Snorri hefði gengið til liðs við flokkinn, sem mun bjóða fram til bæði þings og borgarstjórnar. Á vefsíðu þeirra kemur fram að stjórnmálasamtökin vilji „bæta þar úr sárri vöntun á kristnum baráttuvegi, enda er ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristins siðferðis fallin, umfram allt þau sem varða líf ófæddra barna." „Hin Kristnu gildi hafa verið á undanhaldi," segir Snorri. „Biblían er ekki mikið notuð sem bók leiðsagnar eða hjálpar. Tilfellið er að í gegnum söguna þá hafa kristin sjónarmið verið grunnur að þessari löggjöf okkar." Snorri er umdeildur maður. Á dögunum var hann rekinn úr starfi sínu við Brekkuskóla og um árabil hafa skoðanir hans á samkynhneigð vakið hörð viðbrögð. Snorri óttast þó ekki þetta muni hafa neikvæð áhrif á framboð hans eða störf Kristilega flokksins. „Ég átta mig alveg á því að sumir telji þetta ekki vera heppilegt. En þá er spurningin á móti: Vilja menn eingöngu fá skoðanalausa aðila á þing? Eigum við að vera viljalaus verkfæri? Staðreyndin er sú að það eru þrýstihópar í þjóðfélagi okkar. Eiga stjórnmálaflokkar að vera handbendi þessa þrýstihópa? Ég segi nei." „Við viljum ekki setja einhvers konar sharia-lög hér á landi," segir Snorri og bætir við: „Við eigum að gæta þess að leggja grunnreglur samfélagsins og gæta þess að það sé eðlilegt réttlæti og samhengi hér á landi. Að einstaklingarnir okkar, sama hvort að maðurinn er ríkur eða fátækur, að þeir standi jafnfætis gagnvart réttindum." Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira
„Já, ég gekk í Kristilega flokkinn," segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. „Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi." Það var Akureyri Vikublað sem greindi frá því í gær að Snorri hefði gengið til liðs við flokkinn, sem mun bjóða fram til bæði þings og borgarstjórnar. Á vefsíðu þeirra kemur fram að stjórnmálasamtökin vilji „bæta þar úr sárri vöntun á kristnum baráttuvegi, enda er ásókn veraldlegra hreyfinga mjög áberandi hér á síðustu árum og mörg vígi kristins siðferðis fallin, umfram allt þau sem varða líf ófæddra barna." „Hin Kristnu gildi hafa verið á undanhaldi," segir Snorri. „Biblían er ekki mikið notuð sem bók leiðsagnar eða hjálpar. Tilfellið er að í gegnum söguna þá hafa kristin sjónarmið verið grunnur að þessari löggjöf okkar." Snorri er umdeildur maður. Á dögunum var hann rekinn úr starfi sínu við Brekkuskóla og um árabil hafa skoðanir hans á samkynhneigð vakið hörð viðbrögð. Snorri óttast þó ekki þetta muni hafa neikvæð áhrif á framboð hans eða störf Kristilega flokksins. „Ég átta mig alveg á því að sumir telji þetta ekki vera heppilegt. En þá er spurningin á móti: Vilja menn eingöngu fá skoðanalausa aðila á þing? Eigum við að vera viljalaus verkfæri? Staðreyndin er sú að það eru þrýstihópar í þjóðfélagi okkar. Eiga stjórnmálaflokkar að vera handbendi þessa þrýstihópa? Ég segi nei." „Við viljum ekki setja einhvers konar sharia-lög hér á landi," segir Snorri og bætir við: „Við eigum að gæta þess að leggja grunnreglur samfélagsins og gæta þess að það sé eðlilegt réttlæti og samhengi hér á landi. Að einstaklingarnir okkar, sama hvort að maðurinn er ríkur eða fátækur, að þeir standi jafnfætis gagnvart réttindum."
Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Sjá meira