Stuttmyndahátíð færð fram á haust vegna háhyrninga Sara McMahon skrifar 24. október 2013 10:00 Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn í nóvember. Dögg Mósesdóttir er framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fréttablaðið/Arnþór Birkisson Stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn dagana 15. til 17. nóvember. Undanfarin fimm ár hefur hátíðin farið fram í mars, en vegna mikillar aðsóknar ferðamanna í bæinn á þeim tíma reyndist nauðsynlegt að færa hátíðina fram á haust. „Háhyrningar hafa gert sig heimakæra í firðinum á vorin og ferðamönnum hefur fjölgað mikið vegna þessa. Ef þetta gengur vel höldum við hátíðina í nóvember héðan í frá,“ útskýrir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fjöldi verðlaunamynda er sýndur á hátíðinni og ber þar helst að nefna íslensku stuttmyndina Hvalfjörð og írönsku myndina More Than Two Hours. Að auki keppa tíu íslensk tónlistarmyndbönd um titilinn besta íslenska myndbandið. Um tuttugu erlendir leikstjórar munu sækja Northern Wave. „Það er skemmtilegt að margar af þeim myndum sem bárust okkur eru að flakka um flottustu hátíðir heims, fólki þykir greinilega eftirsóknarvert að fá að taka þátt í þessari litlu hátíð í íslensku sjávarplássi,“ segir Dögg. Margaret Glover, sem starfar við London Film School, situr í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Silju Hauksdóttur og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Jim Beckmann og Benedikt Reynisson velja besta tónlistarmyndbandið. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Stuttmyndahátíðin Northern Wave fer fram í Grundarfirði í sjötta sinn dagana 15. til 17. nóvember. Undanfarin fimm ár hefur hátíðin farið fram í mars, en vegna mikillar aðsóknar ferðamanna í bæinn á þeim tíma reyndist nauðsynlegt að færa hátíðina fram á haust. „Háhyrningar hafa gert sig heimakæra í firðinum á vorin og ferðamönnum hefur fjölgað mikið vegna þessa. Ef þetta gengur vel höldum við hátíðina í nóvember héðan í frá,“ útskýrir Dögg Mósesdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Fjöldi verðlaunamynda er sýndur á hátíðinni og ber þar helst að nefna íslensku stuttmyndina Hvalfjörð og írönsku myndina More Than Two Hours. Að auki keppa tíu íslensk tónlistarmyndbönd um titilinn besta íslenska myndbandið. Um tuttugu erlendir leikstjórar munu sækja Northern Wave. „Það er skemmtilegt að margar af þeim myndum sem bárust okkur eru að flakka um flottustu hátíðir heims, fólki þykir greinilega eftirsóknarvert að fá að taka þátt í þessari litlu hátíð í íslensku sjávarplássi,“ segir Dögg. Margaret Glover, sem starfar við London Film School, situr í dómnefnd hátíðarinnar ásamt Silju Hauksdóttur og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni. Jim Beckmann og Benedikt Reynisson velja besta tónlistarmyndbandið.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein