Sport

Bon Jovi vill kaupa Buffalo Bills

Bon Jovi treður hér upp í hálfleik á Super Bowl.
Bon Jovi treður hér upp í hálfleik á Super Bowl.
Söngvarinn góðkunni, Jon Bon Jovi, gæti orðið eigandi liðs í NFL-deildinni en hann ætlar sér að reyna að kaupa Buffalo Bills er félagið verður til sölu.

Það er í eigu hins 95 ára gamla Ralph Wilson og verður ekki á lausu fyrr en hann fellur frá. Það er þó eitthvað farið að styttast í það.

Jon Bon Jovi er fullalvara með þessu og hann hefur eytt miklum tíma í Buffalo að undirbúa boðið. Þar hefur hann verið að kynnast stjórnmálamönnum og öðrum áhrifamönnum í borginni.

Söngvarinn hefur gælt við að komast inn í NFL-deildina í talsverðan tíma og var eitt sinn næstum búinn að kaupa hlut í Atlanta Falcons.

Bon Jovi á nóg af peningum og var í þriðja sæti á síðasta lista Forbes yfir þá tónlistarmenn sem högnuðust mest á síðasta ári.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×