Innlent

Tvöfalda þarf framlög til háskóla á Íslandi til að vera á pari við Norðurlöndin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tinna Laufey Ásgeirssdóttir
Tinna Laufey Ásgeirssdóttir mynd / daníel
"Útgjöld til heilbrigðismála eru í raun á pari við OECD ríkin hér á landi sem mörgum finnst í raun og veru ekkert rosalegt afrek því innan OECD erum margvísleg lönd sem við berum okkur ekkert endilega við,“ sagði Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands, í þættinum Sprengisandur í morgun á Bylgjunni.

Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi ræddi við hana um menntamál á Íslandi.

„Norðurlöndin öll er til dæmis vel yfir meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að heilbrigðismálum. Þegar við skoðum menntun í heild sinni og berum okkur saman við önnur OECD ríki þá kemur í ljós að hún er ágætlega fjármögnuð hér á landi. Það skýrist af þeirri ástæðu að yngri skólastig er vel fjármögnuð hér á landi. Við erum í raun töluvert fyrir ofan meðaltalið milli annarra OECD ríkja. Aftur á móti er háskólastigið gríðarlega undirfjármagnað hér á landi.“

„Þegar háskólastigið er skoðað þá er eins og við séum á einhverjum allt öðrum stað. Þar erum við langt undir OECD meðaltalinu hvað varðar framlög til háskóla. Við þyrftum eiginlega að hækka framlög til háskóla um 60% til að vera nálægt meðaltali OECD  ríkjanna. Samt sem áður er það meðaltal kannski ekkert alveg það sem við viljum vera bera okkur við. Við þurfum í raun að tvöfalda framlögin til háskólanna til að vera á pari við hinn norðurlöndin.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Tinnu í heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×