Nýr iPhone kynntur 10. september? Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. september 2013 19:21 Nýr iPhone gæti litið dagsins ljós í næstu viku. Mynd/Getty Images Bandaríski tæknirisinn Apple hefur sent boð til helstu fjölmiðla heims á kynningarhóf sem mun fara fram þann 10. september næstkomandi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu. Fastlega er búist við því að ný útgáfa af iPhone snjallsímanum verði kynnt. Samkvæmt Reuters þá mun ný útgáfa af iPhone vera fáanleg í 5-6 litum en hingað til hefur síminn aðeins verið fáanlegur í svartri og hvítri útgáfu. „Þetta ætti að lýsa upp daginn hjá öllum,“ segir í boðskortinu frá Apple. Búist er við því að Apple muni kynna tvær nýjar vörur í ár. Talið er að iPhone 5S verði kynntur í næstu viku. Sá sími mun skarta nýrri fingurtækni og verður einnig fáanlegur í ódýrari útgáfu úr plasti. Apple á í harðri baráttu við Samsung á snjallsímamarkaðnum og hefur síðarnefnda fyrirtækið náð ráðandi stöðu í Asíu. Með því að hanna útgáfu af iPhone 5S sem verður ódýrari og úr plasti telja stjórnendur Apple sig geta saxað á markaðsforskot Samsung. Gríðarlegur vöxtur er á snjallsímamarkaði í Asíu. Áætlað er að fjöldi snjallsíma í Kína fjölgi um 48% á þessu ári. Það er því eftir miklu að slægjast í baráttunni á snjallsímamarkaðnum. Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur sent boð til helstu fjölmiðla heims á kynningarhóf sem mun fara fram þann 10. september næstkomandi í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu. Fastlega er búist við því að ný útgáfa af iPhone snjallsímanum verði kynnt. Samkvæmt Reuters þá mun ný útgáfa af iPhone vera fáanleg í 5-6 litum en hingað til hefur síminn aðeins verið fáanlegur í svartri og hvítri útgáfu. „Þetta ætti að lýsa upp daginn hjá öllum,“ segir í boðskortinu frá Apple. Búist er við því að Apple muni kynna tvær nýjar vörur í ár. Talið er að iPhone 5S verði kynntur í næstu viku. Sá sími mun skarta nýrri fingurtækni og verður einnig fáanlegur í ódýrari útgáfu úr plasti. Apple á í harðri baráttu við Samsung á snjallsímamarkaðnum og hefur síðarnefnda fyrirtækið náð ráðandi stöðu í Asíu. Með því að hanna útgáfu af iPhone 5S sem verður ódýrari og úr plasti telja stjórnendur Apple sig geta saxað á markaðsforskot Samsung. Gríðarlegur vöxtur er á snjallsímamarkaði í Asíu. Áætlað er að fjöldi snjallsíma í Kína fjölgi um 48% á þessu ári. Það er því eftir miklu að slægjast í baráttunni á snjallsímamarkaðnum.
Tækni Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira