Ricciardo leysir af Mark Webber Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2013 13:15 Daniel Ricciardo Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Fátt er eftirsóknarverðara en að vera ökumaður í Formúlu1. Þegar Mark Webber, sem ekið hefur fyrir hið sigursæla lið Red Bull, tilkynnti að hann ætlaði að söðla um og aka fyrir Porsche í Le Mans þolakstrinum losnaði eitt heitasta sætið sem hægt er að setjast í. Nú er allt útlit fyrir að búið sé að fylla í það sæti og Daniel Ricciardo aki fyrir liðið með heimsmeitaranum Sebastian Vettel. Ricciardo er Ástrali eins og Webber, svo ekki verður samskiptaörðugleikunum fyrir að fara á næsta keppnistímabili. Ricciardo hefur, eins og Vettel gengið gegnum ungliðaþjálfun hjá Scuderia Toro Rosso. Webber hefur það reyndar umfram Ricciardo að hann var búinn að skila sínum fyrsta Grand Prix titli áður en hann var kallaður í ökumannssæti hjá Red Bull. Ricciardo hefur reyndar ekki einu sinni komist á pall þar. Hann hefur hinsvegar unnið Formula Renault 2.0 og British Formula Three Campionships, svo eitthvað virðist í hann spunnið. Það hefur verið erfitt skref fyrir liðsstjórann Christian Horner að velja ungliða frekar en reynslumikinn ökumann eins og Kimi Raikkonen til að leysa Mark Webber af, en hann hefur gert upp hug sinn og á velgengni hins unga Vettel og skjótur frami hans vafalaust þátt í þessari ákvörðun. Spennandi verður að sjá hvort þessi ungi ökumaður muni slá í gegn á sínu fyrsta tímabili, líkt og Damon Hill gerði er hann leysti af Nigel Mansell um árið.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira