Húðfletta gesti með hávaða Freyr Bjarnason skrifar 3. september 2013 08:00 Bubbi Morthens verður með öfluga rokkara á bak við sig á Rokkjötnum í Kaplakrika. fréttablaðið/valli „Það er bara magnarinn í ellefu, það er ekkert öðruvísi. Það verða engir eyrnatappar með í för,“ segir Bubbi Morthens. Hann verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar sem verður haldin í Kaplakrika í annað sinn þann 5. október. Með Bubba á sviðinu verður einvala lið rokkara: bróðir hans, Bergþór Morthens, Ingó Geirdal úr Dimmu, Flosi Þorgeirsson úr Ham og Björn Stefánsson úr Mínus. „Þetta verður alveg massíft rokk og ról,“ segir Bubbi, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segir hann að gömlu góðu lögin með Utangarðsmönnum, Egó og frá sólóferli hans verði spiluð á umræddum tónleikum. „Mér segir svo hugur um að það verði reynt að húðfletta menn með hávaða.“ Alls koma tíu hljómsveitir fram á Rokkjötnum. Auk Bubba og félaga stíga á svið Sólstafir, Agent Fresco, Dimma, Legend, The Vintage Caravan, Saktmóðigur, Kontinuum, Strigaskór nr. 42 og Ophidian I. Miðasala hefst á Midi.is í dag. Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld er skipuleggjandi hátíðarinnar. Hann er mjög ánægður með að hafa fengið Bubba til liðs við sig. „Ég er ótrúlega sáttur við að karlinn hafi tekið svona vel í þetta. Þetta nýrra „stöff“ hans er ekki mitt kaffi en það sem hann gerði þegar hann var á fullu í rokkinu er ódauðlegt. Ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að setja alvöru rokkhundaband á bak við hann og gera þetta á gamla mátann og hann var miklu meira en til í það. Það er ekkert langt í rokkarann í gamla,“ segir Snæbjörn. Um tvö þúsund manns sóttu Rokkjötna í fyrra og býst Snæbjörn við enn fleiri gestum í ár. „Þetta gekk ótrúlega vel í fyrra. En við þurftum að hafa fyrir því að láta þetta rúlla því við vorum ekki mjög fjársterkir. Maður finnur það núna að fólk veit af þessu og trúir á þetta. Það er búið að kveða niður þessar fáu efasemdarraddir sem maður heyrði í fyrra.“ Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það er bara magnarinn í ellefu, það er ekkert öðruvísi. Það verða engir eyrnatappar með í för,“ segir Bubbi Morthens. Hann verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Rokkjötnar sem verður haldin í Kaplakrika í annað sinn þann 5. október. Með Bubba á sviðinu verður einvala lið rokkara: bróðir hans, Bergþór Morthens, Ingó Geirdal úr Dimmu, Flosi Þorgeirsson úr Ham og Björn Stefánsson úr Mínus. „Þetta verður alveg massíft rokk og ról,“ segir Bubbi, sem hlakkar mikið til. Aðspurður segir hann að gömlu góðu lögin með Utangarðsmönnum, Egó og frá sólóferli hans verði spiluð á umræddum tónleikum. „Mér segir svo hugur um að það verði reynt að húðfletta menn með hávaða.“ Alls koma tíu hljómsveitir fram á Rokkjötnum. Auk Bubba og félaga stíga á svið Sólstafir, Agent Fresco, Dimma, Legend, The Vintage Caravan, Saktmóðigur, Kontinuum, Strigaskór nr. 42 og Ophidian I. Miðasala hefst á Midi.is í dag. Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld er skipuleggjandi hátíðarinnar. Hann er mjög ánægður með að hafa fengið Bubba til liðs við sig. „Ég er ótrúlega sáttur við að karlinn hafi tekið svona vel í þetta. Þetta nýrra „stöff“ hans er ekki mitt kaffi en það sem hann gerði þegar hann var á fullu í rokkinu er ódauðlegt. Ég stakk því að honum hvort við ættum ekki að setja alvöru rokkhundaband á bak við hann og gera þetta á gamla mátann og hann var miklu meira en til í það. Það er ekkert langt í rokkarann í gamla,“ segir Snæbjörn. Um tvö þúsund manns sóttu Rokkjötna í fyrra og býst Snæbjörn við enn fleiri gestum í ár. „Þetta gekk ótrúlega vel í fyrra. En við þurftum að hafa fyrir því að láta þetta rúlla því við vorum ekki mjög fjársterkir. Maður finnur það núna að fólk veit af þessu og trúir á þetta. Það er búið að kveða niður þessar fáu efasemdarraddir sem maður heyrði í fyrra.“
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira