Tónlist

Sjáðu Hjaltalín spreyta sig á Halo

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Útgáfa hljómsveitarinnar Hjaltalín á Beyoncé-slagaranum Halo hefur vakið athygli netverja, en hljómsveitin setti myndbandið á Youtube í gær.

„Við fórum í Popplandið á föstudegi og þar tekur fólk stundum tvö frumsamin lög og eitt koverlag. Við ákváðum því að taka þetta lag,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona hljómsveitarinnar.

„Við höfðum einhverntímann tekið þetta í einhverju gríni. Við spiluðum þetta í fyrsta skipti á Rósenberg fyrir einhverju síðan í annarri útsetningu, en þessi var búin sérstaklega fyrir þetta.“

Sigríður á þó ekki von á því að lagið verði á næstu plötu sveitarinnar.

„Nei ég efast nú um það. En þetta kom að vísu út sem B-hlið á smáskífunni okkar við lagið Crack In a Stone í Bretlandi.“

Myndband af flutningi sveitarinnar á Halo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en lagið fylgir frítt með plötu Hjaltalín, Enter 4, á Tonlist.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.