Lífið

Sótti um skilnað í gegnum sms

Nú er tæplega ár liðið síðan söngkonan Katy Perry og spéfuglinn Russell Brand bundu enda á fjórtán mánaða hjónaband sitt. Katy prýðir forsíðu Vogue og tjáir sig um skilnaðinn.

“Hann er mjög gáfaður maður og ég var ástfangin af honum þegar ég giftist honum. Ég hef ekki heyrt í honum síðan hann sendi mér sms þann 31. desember árið 2011 og sagði mér að hann vildi skilnað,” segir Katy.

Glæsileg í Vogue.
Katy segist ekki hafa kunnað við það að heyra brandara um sjálfa sig í uppistandi Russells og að grínistanum hafi ekki líkað að Katy væri jafningi hans.

Ólík sjálfri sér.
“Hann var mjög stjórnsamur sem kom mér í uppnám. Ég tók mikla ábyrgð á sambandsslitunum en síðan komst ég að sannleikanum. Ég get ekki talað um hann núna heldur held ég honum fyrir mig. Ég gerði mér loks grein fyrir að þetta væri ekki að enda út af mér, að þetta væri úr mínum höndum. Þannig að ég er komin yfir þetta.”

Bóndastúlka.
Katy og Russell voru gift í fjórtán mánuði.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.