Heilsugæslan á heima hjá sveitarfélögunum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 18:38 Rekstur heilsugæslunnar á heima hjá sveitarfélögunum og getur það gert þjónustuna heildstæðari og betri. Þetta er mat oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann er alfarið á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að aðrir séu færari í að annast rekstur heilsugæslunnar en ríkið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana og tók þar sem dæmi rekstur sveitarfélaga á heilsugæslunni. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stenfumótandi á grunni löggjafar sem alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari að annast um rekstur en ráðuneytin sjálf," sagði Kristján. Túlka má orð Kristjáns Þórs á þann veg að honum hugnist einkavæðing heilbrigðiskerfisins, því er Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík alfarið á móti og sér ekki að peningar muni sparast á þann hátt. „Þá held ég að það sé miklu skynsamlegra að horfa til hugmynda um að heilsugæslan flytjist yfir á ábyrgð sveitarfélaga. Það yrði þá liður í því að efla heilsugæslu fyrir alla með öruggum og góðum aðgangi og nægjanlegu fé til að standa undir góðri þjónustu," segir Dagur. Dagur telur sveitarfélög vel í stakk búin til að reka heilsugæsluna og reynslan sýni að þjónustan geti orðið heildstæðari og betri fyrir sama fé. „Reykjavík hefur lengi verið þeirrar skoðunar að heilsugæslan eigi heima hjá sveitarfélögunum og við höfum sent ráðuneytinu erindi og farið þess á leit að hefja viðræður um yfirtöku heilsugæslunnar því við sjáum heilsugæsluna sem snaran þátt í nærþjónustu við íbúana," segir Dagur. Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Rekstur heilsugæslunnar á heima hjá sveitarfélögunum og getur það gert þjónustuna heildstæðari og betri. Þetta er mat oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann er alfarið á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að aðrir séu færari í að annast rekstur heilsugæslunnar en ríkið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana og tók þar sem dæmi rekstur sveitarfélaga á heilsugæslunni. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stenfumótandi á grunni löggjafar sem alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari að annast um rekstur en ráðuneytin sjálf," sagði Kristján. Túlka má orð Kristjáns Þórs á þann veg að honum hugnist einkavæðing heilbrigðiskerfisins, því er Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík alfarið á móti og sér ekki að peningar muni sparast á þann hátt. „Þá held ég að það sé miklu skynsamlegra að horfa til hugmynda um að heilsugæslan flytjist yfir á ábyrgð sveitarfélaga. Það yrði þá liður í því að efla heilsugæslu fyrir alla með öruggum og góðum aðgangi og nægjanlegu fé til að standa undir góðri þjónustu," segir Dagur. Dagur telur sveitarfélög vel í stakk búin til að reka heilsugæsluna og reynslan sýni að þjónustan geti orðið heildstæðari og betri fyrir sama fé. „Reykjavík hefur lengi verið þeirrar skoðunar að heilsugæslan eigi heima hjá sveitarfélögunum og við höfum sent ráðuneytinu erindi og farið þess á leit að hefja viðræður um yfirtöku heilsugæslunnar því við sjáum heilsugæsluna sem snaran þátt í nærþjónustu við íbúana," segir Dagur.
Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira