Anítu Hinriksdóttur gefst lítill tími til að fagna heimsmeistaratitlinum í 800 metra hlaupi stúlkna 17 ára og yngri því hún heldur beint á Evrópumeistaramót 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu.
Aníta verður í eldlínunni strax á fimmtudag þegar hún keppir í undanrásum í 800 metra hlaupi. Undanúrslitin eru daginn eftir og komist Aníta í úrslitin hleypur hún þrjá daga í röð því úrslitahlaupið er á laugardaginn.
Nánari upplýsingar um EM 19 ára í Rieti á Ítalíu má finna á heimasíðu mótsins sem er að finna hér.
Aníta keppir strax aftur um næstu helgi
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



