Aníta kom, sá og sigraði í úrslitahlaupinu í Donetsk í dag. Hún kom í mark á tímanum 2:01,13 mínútur og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppenda.
„Henni leið vel í upphituninni og var mjög vel stemmd. Ég fann að hún var aðeins þreytt í fyrsta hlaupinu, hún var mun betri í fyrradag og var mjög vel stemmd núna," segir Gunnar Páll.
Fyrri hringurinn í Donetsk var mjög hraður en Aníta hjóp hann á 58,25 sekúndum.
„Hún ætlaði ekki að fara alveg svona hratt en hinir keppendurnir pressuðu á það. Ég sagði við hana að ef fyrri hringurinn yrði mjög hraður þá myndi hún þola það best af þeim öllum."
Þegar Aníta ætlaði að taka fram úr að loknum fyrsta hring virtust keppendur ýta hvor öðrum. Óhætt er að segja að blaðamanni hafi ekki staðið á sama.

Gunnar Páll segir mikla vinna og skipulagningu liggja að baki árangrinum.
„Við ætluðum að vera í toppformi hér, það var aðalmarkmiðið í ár og frábært þegar svoleiðis gengur upp."
Heimsmeistarinn Aníta var önnum kafinn að veita viðtöl við fréttamenn í Donetsk. Gunnar Páll sagði að hún væri í skýjunum með árangurinn.
„Það er verðlaunaafhending framundan. Það verður gaman að henni líka. Sjá fánann og heyra þjóðsönginn."