Framsóknarmenn jákvæðari á Facebook Helga Arnardóttir skrifar 26. apríl 2013 18:50 Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent