Innlent

GNÁ verður fyrir austan framyfir helgi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
TF GNÁ.
TF GNÁ.
Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar verður Kvískerjum, skammt frá Höfn í Hornafirði, fram yfir helgi en í dag munu blöðin verða tekin af þyrlunni og þau send með flutningabíl til Reykjavíkur. Þyrlan lenti þar í gær eftir að bilun kom upp í gírkassa hennar.

Eftir að hafa metið stöðuna til hlýtar ákváðu sérfræðingar á vegum Landhelgisgæslunnar að klára reglubundna skoðun þyrlunnar Líf hið fyrsta og að henni lokinn hefjist vinna við Gná. Flugtæknideild er í sambandi við framleiðendur þyrlunnar varðandi framhaldið. Talsvert verkefni er að flytja þyrluna til Reykjavíkur en ekki er hægt að vinna að viðgerð þyrlunnar á staðnum.

Bilunin kom upp í Gná, þyrlu Landhelgisgæslunnar,  þegar hún var á leið í útkall um miðjan dag í gær. TF-SYN var send á vettvang með flugvirkja og viðgerðartæki og var þar athugað hversu alvarleg bilunin væri og hvort hægt væri að gera við þyrluna á staðnum.  Var niðurstaðan sú að ekki er raunhæft að framkvæma viðgerð á staðnum og flytja þurfi þyrluna til Reykjavíkur með flutningabíl.

Er Landhelgisgæslan því nú aðeins með eina þyrlu, TF SÝN, til taks og er hún með takmarkaða björgunargetu. Líf er í reglubundinni skoðun og Gná biluð.  Landhelgisgæslan hefur ítrekað bent á þörfina fyrir endurnýjun þyrluflotans. Gná og Syn eru báðar leiguþyrlur, Syn verður skilað í haust en Gná á næsta ári. Stefnir þá allt í að aðeins verði  ein þyrla, Líf í rekstri Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×