Kjörtímabil á enda runnið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 26. apríl 2013 06:00 Nú við lok kjörtímabils er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg, meta stöðuna og líta fram á veginn. Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b. eftirfarandi:Um 85% af fjármálakerfinu voru fallin, hið nýja bankakerfi ófjármagnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni beið að ná niðurstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bankanna.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði með því að fólksfækkun gæti orðið 3-4% á misserunum á eftir hruni. Nálægt 50% af lánum allra fyrirtækja voru í vanskilum. Fjármál tugþúsunda heimila voru í uppnámi.Gengi krónunnar var fallið um 50% og vextir og verðbólga voru nálægt 20%.Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var 1.000-1.100 punktar.Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga.Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti.Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð.Ísland var komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokaðir og fjármagnshöft komin á.Halli á rekstri ríkissjóðs var af stærðargráðunni 200 milljarðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu.Atvinnuleysi var á leið í 9-10%.Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor landsins á alþjóðavettvangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar.Þjóðargjaldþroti afstýrt Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði, vitandi vel að fram undan voru erfiðustu verkefni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Hvað hefur svo gerst? Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið gefið út ríkisskuldabréf á alþjóðlegum fjármálamarkaði á ásættanlegum kjörum. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með jákvæðum umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endurgreiddur. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst kominn í jafnvægi og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Skráð atvinnuleysi hefur lækkað í 5,3% og gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar. Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið 2012 og spáð er 2-3% hagvexti næstu ár. Óvissa tengist fyrst og fremst ytri aðstæðum, sérstaklega efnahagshorfum í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar krónunnar. Skuldatryggingarálag á Ísland er nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá því allnokkru fyrir hrun.Íslendingar snúa heim Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur ársfjórðungum hafa umtalsvert fleiri flust til landsins en frá því samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta, ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá, veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega. Það að fleiri íslenskir ríkisborgarar snúa nú heim en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi.Ísland komið fyrir vind Engin önnur ríkisstjórn lýðveldistímans hefur tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar almennar skuldaniðurfellingar eru hins vegar óábyrgar. Ekki er í hendi hvort einhver umtalsverður fjárhagslegur ávinningur verður af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna í heild. Þaðan af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru hins vegar sammála um að gæta hagsmuna Íslands í því sambandi eins og best verður á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt til kosningaloforða. Þá er einnig óraunhæft að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu.Stóra spurningin Hin stóra spurning komandi kosninga er; hvort vilja menn áframhaldandi endurreisn og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helmingaskiptastjórnina aftur? Enginn deilir um að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mikinn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá er valið skýrt. Við getum haldið þeirri stefnu áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem næst settu landið á hausinn annað tækifæri þá merkja menn við B eða D. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Sjá meira
Nú við lok kjörtímabils er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg, meta stöðuna og líta fram á veginn. Staðan í upphafi árs 2009 var u.þ.b. eftirfarandi:Um 85% af fjármálakerfinu voru fallin, hið nýja bankakerfi ófjármagnað og gríðarflókið en um leið afdrifaríkt verkefni beið að ná niðurstöðu í uppgjör milli gömlu og nýju bankanna.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiknaði með því að fólksfækkun gæti orðið 3-4% á misserunum á eftir hruni. Nálægt 50% af lánum allra fyrirtækja voru í vanskilum. Fjármál tugþúsunda heimila voru í uppnámi.Gengi krónunnar var fallið um 50% og vextir og verðbólga voru nálægt 20%.Skuldatryggingarálag (CDS) á Ísland var 1.000-1.100 punktar.Í gildi var frysting íslenskra eigna í Bretlandi á grundvelli hryðjuverkalaga.Ísland var ofarlega á lista yfir þau tíu lönd sem líklegust eru talin til að lenda í greiðslufalli eða gjaldþroti.Seðlabankinn er nýorðinn gjaldþrota með um 200 milljarða kostnaði fyrir ríkissjóð.Ísland var komið í samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, alþjóðlegir fjármálamarkaðir lokaðir og fjármagnshöft komin á.Halli á rekstri ríkissjóðs var af stærðargráðunni 200 milljarðar króna, 10-14% af vergri landsframleiðslu.Atvinnuleysi var á leið í 9-10%.Ríkisstjórn, Alþingi, Seðlabanki, Fjármálaeftirlit og bankakerfi voru rúin trausti, orðspor landsins á alþjóðavettvangi hrunið og samfélagið á barmi upplausnar.Þjóðargjaldþroti afstýrt Það var því verk að vinna þegar við Vinstri græn tókum þá djörfu ákvörðun að setjast í ríkisstjórn við þessar ógnarlegu aðstæður 1. febrúar 2009. Við völdum að axla ábyrgð þegar skyldan kallaði, vitandi vel að fram undan voru erfiðustu verkefni sem nokkur ríkisstjórn í sögu lýðveldisins Íslands hafði staðið frammi fyrir. Í hnotskurn snerist verkefnið um að afstýra þjóðargjaldþroti og endurheimta efnahagslegt sjálfstæði landsins. Hvað hefur svo gerst? Hagtölur hafa, frá miðju ári 2010, farið jafnt og þétt batnandi. Í tvígang hefur íslenska ríkið gefið út ríkisskuldabréf á alþjóðlegum fjármálamarkaði á ásættanlegum kjörum. Í ágúst 2011 lauk samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með jákvæðum umsögnum. Meira en helmingur gjaldeyrislánanna, sem tengdust samstarfsáætluninni, hefur þegar verið endurgreiddur. Rekstur ríkissjóðs er því sem næst kominn í jafnvægi og opinberar skuldir fara nú lækkandi á nýjan leik sem hlutfall af VLF. Skráð atvinnuleysi hefur lækkað í 5,3% og gæti lækkað í 3-4% á háannatímanum í sumar. Hagvöxtur var 2,9% árið 2011 og 1,6% árið 2012 og spáð er 2-3% hagvexti næstu ár. Óvissa tengist fyrst og fremst ytri aðstæðum, sérstaklega efnahagshorfum í okkar helstu viðskiptalöndum. Verðbólguhorfur eru á nýjan leik betri en þær hafa verið um langa hríð, m.a. vegna styrkingar krónunnar. Skuldatryggingarálag á Ísland er nú um 150 stig og hefur ekki verið lægra frá því allnokkru fyrir hrun.Íslendingar snúa heim Spár um mikla fólksfækkun á Íslandi gengu ekki eftir sem betur fer. Á síðustu tveimur ársfjórðungum hafa umtalsvert fleiri flust til landsins en frá því samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þetta, ásamt mun fleiri fæðingum en nemur fjölda þeirra sem falla frá, veldur því að þjóðinni fjölgar nú myndarlega. Það að fleiri íslenskir ríkisborgarar snúa nú heim en fara frá landinu hlýtur að mega túlka sem vísbendingu um aukna bjartsýni og trú á framtíðina á Íslandi.Ísland komið fyrir vind Engin önnur ríkisstjórn lýðveldistímans hefur tekið við landinu á barmi gjaldþrots. Verkefnið hefur tekist, landið er á réttri leið. Það er líka mat umheimsins, þeirra sem fjalla almennt um efnahagsmál, alþjóðastofnana, greiningaraðila og markaðarins. En áfram þarf af ábyrgð og festu að treysta batann í sessi. Skuldum vafin heimili, einkum yngri kynslóðarinnar, munu áfram þurfa mikinn stuðning. Kosningaloforð sem ganga út á gríðarlegar almennar skuldaniðurfellingar eru hins vegar óábyrgar. Ekki er í hendi hvort einhver umtalsverður fjárhagslegur ávinningur verður af þeim mikilvægu og vandasömu aðgerðum sem tengjast afnámi gjaldeyrishafta og uppgjöri þrotabúa gömlu bankanna í heild. Þaðan af síður hvenær slíkt gæti orðið. Allir eru hins vegar sammála um að gæta hagsmuna Íslands í því sambandi eins og best verður á kosið. Enginn einn flokkur á þá hugmynd og þaðan af síður réttinn á að eigna sér slíkt til kosningaloforða. Þá er einnig óraunhæft að skerða tekjur ríkissjóðs með tugmilljarða skattalækkunum í þágu hinna tekjuhæstu og efnuðustu.Stóra spurningin Hin stóra spurning komandi kosninga er; hvort vilja menn áframhaldandi endurreisn og bata í anda félagshyggju samábyrgðar og umhverfisverndar eða gömlu hrun- og helmingaskiptastjórnina aftur? Enginn deilir um að erfið ár eru að baki, né hitt að þrátt fyrir mikinn árangur er margt enn óleyst og áfram verk að vinna. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að við séum á réttri leið þrátt fyrir allt þá er valið skýrt. Við getum haldið þeirri stefnu áfram, en ef menn vilja gefa þeim sem því sem næst settu landið á hausinn annað tækifæri þá merkja menn við B eða D.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar