Feluleikur lýðræðis Pétur Fjeldsted Einarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Skrumskæling lýðræðis er leiðin til glötunar. Að telja fólki trú um að setja „X“ á blað á 4. ára fresti hafi mikið með lýðræði að gera, hlýtur að vera einhver mesta blekking sögunnar. Þessi blekkingarleikur elur af sér samþjöppun valds og einhæfni í lagasetningu. Kjörnir fulltrúar tengjast vafasömum skúmaskotum þröngra sérhagsmuna. Hrossakaup og baktjaldamakk er partur af pólitískri tugþraut. Dómarar vel valdir og skipaðir. Embættismannakerfið rótgróinn fléttulisti fjórflokksins. Vinavæðingin þéttriðin. Ráðningaferli seðlabankastjóra lélegur brandari til áratuga. Forseti Íslands er eini þjóðkjörni fulltrúinn í æðstu valdastöðu. Ráðamenn ræða helst við þjóðina í fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla bítur seint og illa. Þar er bæði um að kenna hagsmunatengslum í bland við þekkingar- og tímaskort. Einstaka starfsmenn fjölmiðla virðast hafa einlægan vilja til upplýsingagjafar og eiga hrós skilið fyrir viðleitni, en það ristir sjaldan djúpt og gerir lítið gagn. Umfjöllun fjölmiðla, í undanfara bankahrunsins árið 2008, segir allt sem segja þarf. Mér er til efs að einhver hafi spurt opinberlega „hver ber ábyrgð á Icesave ef illa fer?“ svo dæmi sé tekið. Einfaldar spurningar af þessu tagi hefðu mögulega getað sparað íslensku þjóðinni umtalsverða fjármuni og tíma.Fulltrúar þjóðarinnar? Kjörnir fulltrúar ættu að tryggja ríkisbúskapinn en tekst það mjög takmarkað, að mínu mati. Ástæðan er sennilega valdagræðgi, eiginhagsmunapot og skortur á fjármálalæsi. Eitt er þó verra en gjörsamlega gagnslaus snyrtipinni og jafnvel skaðvaldur í sölum Alþingis. Það er illa upplýstur kjósandi, sem kemur honum til valda. Miðað við núverandi lýðræðisfyrirkomulag má líkja þessu við barn, sem kaupir áfengi handa virkum alkóhólista. Ekki fögur mynd. Allt of fáir taka allt of stórar ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, sem þjóðin er illa upplýst um, skilur lítið í og skiptir sér lítið af. Lýðræði, flokksræði, ráðherraræði, foringjaræði, þingræði, peningaræði og önnur hugtök af svipuðum toga, hafa verið notuð til þess að skilgreina grundvöll hins þrískipta valds, sem við búum við. Grunnurinn er hinsvegar skaðræði, sem leynist í núverandi lýðræðisfyrirkomulagi. Birtingarmyndin er fulltrúalýðræði með þingbundinni stjórn. Hversu gagnlegt var það í aðdraganda bankahrunsins? Við verðum að breyta fyrirkomulaginu frá skaðræði til raunverulegs lýðræðis, í besta skilningi þess hugtaks. Ég skora á frambjóðendur, hvar í flokki sem þeir standa, að pólitískt láti þeir hvorki hóta sér né kaupa, heldur standi í lappirnar á grundvelli almannahagsmuna, ásamt því að fullnægja kröfu um fjármálalæsi.Úrbætur Fjármálaöryggi þjóðarinnar á að hámarka en ekki kollvarpa. Kjósendur verða að gera kröfur til frambjóðenda. Það er að hluta kjósendum að kenna, eða þakka, hvernig fer. Hugtökin hægri og vinstri virðast skipta fólk litlu máli, sem reynir frekar að átta sig á hvað snýr upp og hvað snýr niður. Á þessu þarf að skerpa. Stefnu ráðandi afla verða að fylgja skýr skilyrði. Í stjórnsýslunni þarf harðari varnagla. Hér verða að eiga sér stað áþreifanlegar úrbætur, t.d. á fjármálakerfi, hagstjórn, lýðræði, umfjöllun fjölmiðla um stjórnmál og fjármál, auk kennslu í fjármálalæsi á öllum skólastigum. Venjulegir kjósendur og skattgreiðendur geta ekki setið aðgerðalausir. Okkur ber siðferðileg skylda til þess að sinna öflugu aðhaldi og virku eftirliti, ásamt því að krefjast úrbóta og fylgja þeirri kröfu eftir. Orðin tóm eru aum en verkin tala best. Öll verðum við að leggja lóð okkar á vogarskálina, ekki vegna þess sem við fáum, heldur þrátt fyrir að færa fórnir. Í þeirri frómu ósk felst hagur þjóðarinnar, öryggi og styrkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Skrumskæling lýðræðis er leiðin til glötunar. Að telja fólki trú um að setja „X“ á blað á 4. ára fresti hafi mikið með lýðræði að gera, hlýtur að vera einhver mesta blekking sögunnar. Þessi blekkingarleikur elur af sér samþjöppun valds og einhæfni í lagasetningu. Kjörnir fulltrúar tengjast vafasömum skúmaskotum þröngra sérhagsmuna. Hrossakaup og baktjaldamakk er partur af pólitískri tugþraut. Dómarar vel valdir og skipaðir. Embættismannakerfið rótgróinn fléttulisti fjórflokksins. Vinavæðingin þéttriðin. Ráðningaferli seðlabankastjóra lélegur brandari til áratuga. Forseti Íslands er eini þjóðkjörni fulltrúinn í æðstu valdastöðu. Ráðamenn ræða helst við þjóðina í fjölmiðlum. Umfjöllun fjölmiðla bítur seint og illa. Þar er bæði um að kenna hagsmunatengslum í bland við þekkingar- og tímaskort. Einstaka starfsmenn fjölmiðla virðast hafa einlægan vilja til upplýsingagjafar og eiga hrós skilið fyrir viðleitni, en það ristir sjaldan djúpt og gerir lítið gagn. Umfjöllun fjölmiðla, í undanfara bankahrunsins árið 2008, segir allt sem segja þarf. Mér er til efs að einhver hafi spurt opinberlega „hver ber ábyrgð á Icesave ef illa fer?“ svo dæmi sé tekið. Einfaldar spurningar af þessu tagi hefðu mögulega getað sparað íslensku þjóðinni umtalsverða fjármuni og tíma.Fulltrúar þjóðarinnar? Kjörnir fulltrúar ættu að tryggja ríkisbúskapinn en tekst það mjög takmarkað, að mínu mati. Ástæðan er sennilega valdagræðgi, eiginhagsmunapot og skortur á fjármálalæsi. Eitt er þó verra en gjörsamlega gagnslaus snyrtipinni og jafnvel skaðvaldur í sölum Alþingis. Það er illa upplýstur kjósandi, sem kemur honum til valda. Miðað við núverandi lýðræðisfyrirkomulag má líkja þessu við barn, sem kaupir áfengi handa virkum alkóhólista. Ekki fögur mynd. Allt of fáir taka allt of stórar ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar, sem þjóðin er illa upplýst um, skilur lítið í og skiptir sér lítið af. Lýðræði, flokksræði, ráðherraræði, foringjaræði, þingræði, peningaræði og önnur hugtök af svipuðum toga, hafa verið notuð til þess að skilgreina grundvöll hins þrískipta valds, sem við búum við. Grunnurinn er hinsvegar skaðræði, sem leynist í núverandi lýðræðisfyrirkomulagi. Birtingarmyndin er fulltrúalýðræði með þingbundinni stjórn. Hversu gagnlegt var það í aðdraganda bankahrunsins? Við verðum að breyta fyrirkomulaginu frá skaðræði til raunverulegs lýðræðis, í besta skilningi þess hugtaks. Ég skora á frambjóðendur, hvar í flokki sem þeir standa, að pólitískt láti þeir hvorki hóta sér né kaupa, heldur standi í lappirnar á grundvelli almannahagsmuna, ásamt því að fullnægja kröfu um fjármálalæsi.Úrbætur Fjármálaöryggi þjóðarinnar á að hámarka en ekki kollvarpa. Kjósendur verða að gera kröfur til frambjóðenda. Það er að hluta kjósendum að kenna, eða þakka, hvernig fer. Hugtökin hægri og vinstri virðast skipta fólk litlu máli, sem reynir frekar að átta sig á hvað snýr upp og hvað snýr niður. Á þessu þarf að skerpa. Stefnu ráðandi afla verða að fylgja skýr skilyrði. Í stjórnsýslunni þarf harðari varnagla. Hér verða að eiga sér stað áþreifanlegar úrbætur, t.d. á fjármálakerfi, hagstjórn, lýðræði, umfjöllun fjölmiðla um stjórnmál og fjármál, auk kennslu í fjármálalæsi á öllum skólastigum. Venjulegir kjósendur og skattgreiðendur geta ekki setið aðgerðalausir. Okkur ber siðferðileg skylda til þess að sinna öflugu aðhaldi og virku eftirliti, ásamt því að krefjast úrbóta og fylgja þeirri kröfu eftir. Orðin tóm eru aum en verkin tala best. Öll verðum við að leggja lóð okkar á vogarskálina, ekki vegna þess sem við fáum, heldur þrátt fyrir að færa fórnir. Í þeirri frómu ósk felst hagur þjóðarinnar, öryggi og styrkur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun