Kosningaloforð Helga Þórðardóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um óábyrg kosningaloforð. Það er eins og það sé óæskilegt að gefa fólki von um að nú eigi loksins að leiðrétta hlut þess og að setja almenning í forgang. Fyrir hrun áttu hagsmunir almennings ekki mikið erindi upp á dekk. Flestir höfðu þá trú að með stöðugri baráttu myndu ávinningar nást með tíð og tíma. Þegar Alþingi, ráðherrar, eftirlitsstofnanir og allar þær stofnanir þjóðfélagsins sem áttu að starfa í þágu almennings brugðust var brugðið á það ráð að láta almenning borga kostnaðinn af hruninu. Í raun er almenningur bara óttasleginn áhorfandi sem hefur ekki haft tök á því að breyta þjóðfélaginu sér til hagsbóta. Því er stjórnað í þágu sérhagsmunaaðila nú sem fyrr. Þar sem almenningur situr enn með sárt ennið má telja það nokkuð víst að fjórflokkurinn hafi ekki staðið við gefin kosningaloforð og því fer það honum ekki vel að reyna að ásaka aðra um að stunda lýðskrum. Síðustu kosningar, þegar vinstri flokkarnir lofuðu skjaldborg fyrir almenning gegn völdum fjármagnsins og AGS, eru enn í fersku minni. Ekki höfðu þeir fyrr náð völdum en kjör öryrkja og eldri borgara voru skert. Aldrei var reynt að taka af einhverjum myndarskap á vandamálum heimilanna. Fólk var frekar borið út. Ný framboð eiga undir högg að sækja og meðal annars er gefið í skyn að þau muni svíkja kosningaloforðin sín. Rætt er um þetta eins og nýjum framboðunum sé þetta einum mögulegt. Það vill fljótt gleymast að fjórflokkurinn hefur margsinnis svikið sín kosningaloforð í gegnum tíðina. Við í Dögun erum staðráðin í því að standa við gefin loforð hvað sem hver segir. Dögun lítur svo á að taka verði mjög mikilvægar ákvarðanir á næsta kjörtímabili, mun mikilvægari en oft áður. Framtíð lands og þjóðar byggist á stefnu sem setur almenning í fyrsta sætið og fjármálaöflin og aðra sérhagsmunahópa neðar. Það mun Dögun gera. Reynslan af fjórflokknum segir okkur að það eru minni líkur á því að hann geri það. Þess vegna eru kosningarnar núna með þeim mikilvægustu í sögu Íslands í langan tíma. Þess vegna er ábyrgð kjósenda mjög mikil. Kjósum XT, við erum nýr flokkur sem vill og þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Helga Þórðardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um óábyrg kosningaloforð. Það er eins og það sé óæskilegt að gefa fólki von um að nú eigi loksins að leiðrétta hlut þess og að setja almenning í forgang. Fyrir hrun áttu hagsmunir almennings ekki mikið erindi upp á dekk. Flestir höfðu þá trú að með stöðugri baráttu myndu ávinningar nást með tíð og tíma. Þegar Alþingi, ráðherrar, eftirlitsstofnanir og allar þær stofnanir þjóðfélagsins sem áttu að starfa í þágu almennings brugðust var brugðið á það ráð að láta almenning borga kostnaðinn af hruninu. Í raun er almenningur bara óttasleginn áhorfandi sem hefur ekki haft tök á því að breyta þjóðfélaginu sér til hagsbóta. Því er stjórnað í þágu sérhagsmunaaðila nú sem fyrr. Þar sem almenningur situr enn með sárt ennið má telja það nokkuð víst að fjórflokkurinn hafi ekki staðið við gefin kosningaloforð og því fer það honum ekki vel að reyna að ásaka aðra um að stunda lýðskrum. Síðustu kosningar, þegar vinstri flokkarnir lofuðu skjaldborg fyrir almenning gegn völdum fjármagnsins og AGS, eru enn í fersku minni. Ekki höfðu þeir fyrr náð völdum en kjör öryrkja og eldri borgara voru skert. Aldrei var reynt að taka af einhverjum myndarskap á vandamálum heimilanna. Fólk var frekar borið út. Ný framboð eiga undir högg að sækja og meðal annars er gefið í skyn að þau muni svíkja kosningaloforðin sín. Rætt er um þetta eins og nýjum framboðunum sé þetta einum mögulegt. Það vill fljótt gleymast að fjórflokkurinn hefur margsinnis svikið sín kosningaloforð í gegnum tíðina. Við í Dögun erum staðráðin í því að standa við gefin loforð hvað sem hver segir. Dögun lítur svo á að taka verði mjög mikilvægar ákvarðanir á næsta kjörtímabili, mun mikilvægari en oft áður. Framtíð lands og þjóðar byggist á stefnu sem setur almenning í fyrsta sætið og fjármálaöflin og aðra sérhagsmunahópa neðar. Það mun Dögun gera. Reynslan af fjórflokknum segir okkur að það eru minni líkur á því að hann geri það. Þess vegna eru kosningarnar núna með þeim mikilvægustu í sögu Íslands í langan tíma. Þess vegna er ábyrgð kjósenda mjög mikil. Kjósum XT, við erum nýr flokkur sem vill og þorir.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar