Sveigjanlegar forsendur fyrir sanngirni Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Kveðið hefur verið upp úr með það að almenn niðurfærsla allra húsnæðisskulda eigi að bæta rýrnun sem orðið hafi á eignarhlut í íbúðarhúsnæði vegna hækkunar skulda og lækkunar á íbúðaverði frá 2008. Svo mikil hafi röskunin orðið að forsendur hafi brostið og réttur skapast á bótum fyrir atbeina ríkisvaldsins. Þarna er augljóst ósamræmi milli vandans og lausnarinnar. Eignarhluti ræðst bæði af íbúðarverðinu og skuldinni. Þess vegna þarf bæði að líta á skuldina til þess að ákveða hvort forsendur hafi í raun brostið og athuga þróunina á verði íbúðarinnar frá kaupdegi. Með því að einblína á skuldina verður háum fjárhæðum varið til niðurfærslu skuldar hjá mörgum íbúðareigendum sem engu hafa tapað af sínum eignarhlut. Um 30% heimilanna eiga meira en 30 m.kr. í eigið fé hvert, en bera samtals tæplega helming allra skuldanna. Þessi hópur mun fá úr ríkissjóði allt að 70 milljörðum króna í hreint gjafafé. Árin 2008-2010 hækkuðu lánin um 30% og verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 15%. Þetta er forsendubresturinn svonefndi. En árin 2004-2007 varð þróunin á annan veg. Þá hækkaði íbúðaverð um 92% og neysluverðsvísitalan aðeins um 22%. Þetta er í raun jafnmikil forsendubreyting. Önnur bjó til eignarhluta og hin minnkaði hann. Þegar litið er til þróunarinnar frá 2000-2012 hefur verðþróunin búið til eign, íbúðaverð hefur hækkað um 150% en skuldir um 98%. Vegna þess hvernig verðþróunin hefur verið undanfarin ár mun almenn lækkun skulda dreifast þannig að þeir íbúðareigendur fá mesta lækkun skulda sem keyptu stórt og hafa notið mestrar hækkunar á verði íbúðar sinnar. Margir þeirra hafa engu tapað og niðurfærslan yrði þeim hreinn gróði. Þeir íbúðareigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst, m.a. af því að þeir hafa þegar fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar. Forsendubrestur annarra, svo sem þeirra tugþúsunda sem hafa misst atvinnuna eða hafa mátt þola sérstaka skerðingu á tekjum sínum eins og ellilífeyrisþegar, er léttvægur fundinn og til einskis metinn. Tugþúsundir heimila aldraðra og leigjenda í brýnni þörf eru sniðgengnar. Sanngirnin á sér greinilega sveigjanlegar forsendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Kveðið hefur verið upp úr með það að almenn niðurfærsla allra húsnæðisskulda eigi að bæta rýrnun sem orðið hafi á eignarhlut í íbúðarhúsnæði vegna hækkunar skulda og lækkunar á íbúðaverði frá 2008. Svo mikil hafi röskunin orðið að forsendur hafi brostið og réttur skapast á bótum fyrir atbeina ríkisvaldsins. Þarna er augljóst ósamræmi milli vandans og lausnarinnar. Eignarhluti ræðst bæði af íbúðarverðinu og skuldinni. Þess vegna þarf bæði að líta á skuldina til þess að ákveða hvort forsendur hafi í raun brostið og athuga þróunina á verði íbúðarinnar frá kaupdegi. Með því að einblína á skuldina verður háum fjárhæðum varið til niðurfærslu skuldar hjá mörgum íbúðareigendum sem engu hafa tapað af sínum eignarhlut. Um 30% heimilanna eiga meira en 30 m.kr. í eigið fé hvert, en bera samtals tæplega helming allra skuldanna. Þessi hópur mun fá úr ríkissjóði allt að 70 milljörðum króna í hreint gjafafé. Árin 2008-2010 hækkuðu lánin um 30% og verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 15%. Þetta er forsendubresturinn svonefndi. En árin 2004-2007 varð þróunin á annan veg. Þá hækkaði íbúðaverð um 92% og neysluverðsvísitalan aðeins um 22%. Þetta er í raun jafnmikil forsendubreyting. Önnur bjó til eignarhluta og hin minnkaði hann. Þegar litið er til þróunarinnar frá 2000-2012 hefur verðþróunin búið til eign, íbúðaverð hefur hækkað um 150% en skuldir um 98%. Vegna þess hvernig verðþróunin hefur verið undanfarin ár mun almenn lækkun skulda dreifast þannig að þeir íbúðareigendur fá mesta lækkun skulda sem keyptu stórt og hafa notið mestrar hækkunar á verði íbúðar sinnar. Margir þeirra hafa engu tapað og niðurfærslan yrði þeim hreinn gróði. Þeir íbúðareigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst, m.a. af því að þeir hafa þegar fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar. Forsendubrestur annarra, svo sem þeirra tugþúsunda sem hafa misst atvinnuna eða hafa mátt þola sérstaka skerðingu á tekjum sínum eins og ellilífeyrisþegar, er léttvægur fundinn og til einskis metinn. Tugþúsundir heimila aldraðra og leigjenda í brýnni þörf eru sniðgengnar. Sanngirnin á sér greinilega sveigjanlegar forsendur.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun