Hver eru heimili landsins? Valur Þráinsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í þeirri kosningabaráttu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur hefur nokkrum flokkum orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að setja heimili landsins í sérstakan forgang. Megináhersla Framsóknarflokksins er t.d. sú að „stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt“, óháð því hvort viðkomandi heimili þurfi á skuldaniðurfellingu að halda. Rökstuðningurinn fyrir fyrrgreindri tillögu er eftirfarandi: „Það er ekki okkar að ákveða hverjir „eiga skilið“ að fá lán sín leiðrétt. Þeir sem voru með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir skaða í hruninu. Hann þarf að bæta.“ Einnig má finna í stefnuskrá Dögunar að flokkurinn vilji „tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána“. Þeir einstaklingar og fjölskyldur sem virðast m.a. hafa gleymst í þessari umræðu eru t.d. aldraðir sem búa á hjúkrunarheimilum, námsmenn sem búa í leiguhúsnæði, lágtekjufólk sem býr í húsnæði á vegum hins opinbera, fjölskyldur og einstaklingar sem eiga ekki nægilegt fé til þess að kaupa húsnæði og þeir aðilar sem kjósa einfaldlega að búa í leiguhúsnæði. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna var þessi hópur um 27% heimila á árunum 2009-2011. Það sem hefur gleymst er sú staðreynd að lánakjör og „stökkbreytt lán“ sem eigendur leiguhúsnæðisins borga af hafa áhrif á það leiguverð sem leigjendum stendur til boða á leigumarkaði. Leigjendurnir greiða því í reynd af þeim lánum sem hvíla á húseignunum sem þeir leigja. Spurningarnar sem þarf því að svara eru tvær: 1. Hvers vegna telja frambjóðendur þeirra flokka sem vilja almenna leiðréttingu á húsnæðislánum þá sem búa í leiguhúsnæði ekki vera hluta af „heimilunum í landinu“? 2. Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigjendum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lánunum, þá væntanlega með „stökkbreyttri“ húsaleigu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Valur Þráinsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Í þeirri kosningabaráttu sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur hefur nokkrum flokkum orðið tíðrætt um að nauðsynlegt sé að setja heimili landsins í sérstakan forgang. Megináhersla Framsóknarflokksins er t.d. sú að „stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt“, óháð því hvort viðkomandi heimili þurfi á skuldaniðurfellingu að halda. Rökstuðningurinn fyrir fyrrgreindri tillögu er eftirfarandi: „Það er ekki okkar að ákveða hverjir „eiga skilið“ að fá lán sín leiðrétt. Þeir sem voru með verðtryggð húsnæðislán urðu fyrir skaða í hruninu. Hann þarf að bæta.“ Einnig má finna í stefnuskrá Dögunar að flokkurinn vilji „tafarlaust afnám verðtryggingar á neytendalánum og almenna leiðréttingu húsnæðislána“. Þeir einstaklingar og fjölskyldur sem virðast m.a. hafa gleymst í þessari umræðu eru t.d. aldraðir sem búa á hjúkrunarheimilum, námsmenn sem búa í leiguhúsnæði, lágtekjufólk sem býr í húsnæði á vegum hins opinbera, fjölskyldur og einstaklingar sem eiga ekki nægilegt fé til þess að kaupa húsnæði og þeir aðilar sem kjósa einfaldlega að búa í leiguhúsnæði. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna var þessi hópur um 27% heimila á árunum 2009-2011. Það sem hefur gleymst er sú staðreynd að lánakjör og „stökkbreytt lán“ sem eigendur leiguhúsnæðisins borga af hafa áhrif á það leiguverð sem leigjendum stendur til boða á leigumarkaði. Leigjendurnir greiða því í reynd af þeim lánum sem hvíla á húseignunum sem þeir leigja. Spurningarnar sem þarf því að svara eru tvær: 1. Hvers vegna telja frambjóðendur þeirra flokka sem vilja almenna leiðréttingu á húsnæðislánum þá sem búa í leiguhúsnæði ekki vera hluta af „heimilunum í landinu“? 2. Ef leiðrétta á „stökkbreytt“ verðtryggð húsnæðislán, hvers vegna á þá ekki að bæta leigjendum fyrir þann tíma sem þeir hafa óbeint greitt af lánunum, þá væntanlega með „stökkbreyttri“ húsaleigu?
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar