Frumleg marijúanabyssa Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2013 12:27 Afskaplega frumleg smíð, en í ólöglegum tilgangi þó Skýtur 14 kílóa marijuanapökkum 150 metra yfir landamærin. Ekki er að spyrja að hugkvæmninni hjá þeim er smygla eiturlyfjum milli landa. Ein sú allra framlegasta sést hér, þ.e. marijúanabyssa á pallbíl. Mexíkóska lögreglan hafði uppá þessum óvenjulega bíl í borginni Mexicali og segir að tilgangur hans sé að skjóta pökkum af marijúana yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Byssan skaut pökkunum ríflega 150 metra en hún er byggð úr plasthólki sem hlaupi, þrýstitanki úr stáli og gamalli bílvél sem býr til þrýstinginn sem skotið er með. Þyngd hvers marijúanapakka sem byssan skaut er 14 kíló og lögreglan hafði uppá 24 slíkum pökkum, samtals 336 kílóum. Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent
Skýtur 14 kílóa marijuanapökkum 150 metra yfir landamærin. Ekki er að spyrja að hugkvæmninni hjá þeim er smygla eiturlyfjum milli landa. Ein sú allra framlegasta sést hér, þ.e. marijúanabyssa á pallbíl. Mexíkóska lögreglan hafði uppá þessum óvenjulega bíl í borginni Mexicali og segir að tilgangur hans sé að skjóta pökkum af marijúana yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Byssan skaut pökkunum ríflega 150 metra en hún er byggð úr plasthólki sem hlaupi, þrýstitanki úr stáli og gamalli bílvél sem býr til þrýstinginn sem skotið er með. Þyngd hvers marijúanapakka sem byssan skaut er 14 kíló og lögreglan hafði uppá 24 slíkum pökkum, samtals 336 kílóum.
Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent