Slakt gengi stráka í íslensku skólakerfi Björn Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Nýverið kom fram að 23% íslenskra 15 ára stráka lesa ekki sér til gagns en 9% stúlkna glíma við sama vanda. Fyrir fáeinum áratugum var hlutfall kvenna í háskólum á Íslandi lægra en karla. Nú eru 63% háskólanema konur en aðeins 37% karlar. Hvernig má skýra þetta? Á Íslandi eru nánast allir starfsmenn leikskóla konur. Svipað gildir um grunnskóla, en þar er hlutfall kvenna yfir 80%. Í framhaldsskólum er vaxandi hluti kennslunnar í höndum kvenna, víða yfir 50% og stefnir í 80% á næstu fimmtán árum. Stuðlar þetta hugsanlega að því að strákar fari síður en stelpur í háskólanám? Er menntun að verða forréttindi kvenna? Ef svo er, þarf þá ekki að bregðast við og huga að réttindum stráka? Lítið heyrist talað um það. Áhyggjuefnið virðist vera að stelpur séu enn þá færri í verkfræðideild. Minna heyrist um áhyggjur af því að strákar séu færri en stelpur í lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideild svo dæmi séu tekin.Eiga undir högg að sækja Englendingar hafa áhyggjur af því að strákar standa sig verr en stelpur í enskum skólum. Skv. rannsóknum Bonny Hartley, sálfræðings við háskólann í Kent í Englandi, stuðla kvenkennarar að lélegri sjálfsmynd stráka með því að vera sífellt að gagnrýna þá fyrir að eiga erfiðara með að sitja kyrrir og prúðir eins og stelpurnar. Við átta ára aldur eru strákarnir komnir á þá skoðun að stelpurnar séu stilltari, gáfaðri og hafi meiri metnað. Stelpurnar fá meiri hvatningu frá kvenkennurum svo þær telja sig gáfaðri en strákarnir. Um 90% enskra grunnskólakennara eru konur. Ekki skal því haldið fram hér að þessar niðurstöður megi yfirfæra á íslenska skóla. Sumar kannanir hér hafa sýnt neikvæðari sjálfsmynd stúlkna en drengja. Hvað sem því líður og hverjar sem ástæður þess eru virðast strákar eiga undir högg að sækja í skólum á Íslandi. Tekið skal fram að réttindabarátta kvenna á fullan rétt á sér og hefur sem betur fer skilað árangri þótt enn sé verk að vinna, m.a. varðandi launajafnrétti. Konur eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar og hafa sömu tækifæri til menntunar og atvinnuþátttöku. Konur eiga allt gott skilið, en varla getur það talist æskilegt né eðlilegt að þær séu nánast allsráðandi við mótun ungs fólks í skólakerfinu. Hugsum okkur að þessu væri öllu öfugt farið, að stúlkur yrðu síður læsar en drengir, að hlutfall kvenna í æðra námi færi lækkandi, að flestir kennarar á flestum skólastigum væru karlar og að þeim færi fjölgandi. Líklegt er að slíkt þætti stórvandamál sem brugðist yrði við af festu. Þá væru sett lög, reglugerðir og kynjakvótar til að breyta hlutföllunum og rétta hlut stelpna. En þarf ekki að rétta hlut stráka?Ekkert frést af aðgerðum Bráðlega taka gildi lög um að konur skuli skipa 40% sæta í stjórnum stærri fyrirtækja á Íslandi. Menn hljóta að telja slíkt til bóta fyrir þjóðfélagið. Frá ESB koma skilaboð um að beita fjársektum til að ná þessu fram. Ekkert hefur þó frést af aðgerðum til að rétta hlut stráka í skólakerfinu. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri sagði nýlega: „Örfá hlutverk í myndum karla eiga sem sagt að skapa okkur kvenímyndir í þessum öfluga miðli… Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls… Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Ég tek undir með Kristínu, en mér finnst hún þó taka djúpt í árinni. Ef það sem hún lýsir er hættuástand, hvaða orð á þá að hafa um það að skólakerfið sé óðum að komast í hendur annars kynsins? Varla verður þjóðfélagið heilt með kvennagildi ein í öndvegi í skólakerfinu svo notuð séu hennar orð. Ýmsir telja að strákar þurfi öðruvísi kennslu en stelpur og að karlkennarar séu líklegri til að henta strákum. Líklega er þó best fyrir bæði stráka og stelpur að hafa kennara af báðum kynjum. Abigail James, doktor í kennslusálfræði, er hlynnt kynjaskiptingu í skólum, telur slíkt báðum kynjum til hagsbóta. En þá er spurningin hvort konur eigi að kenna stelpum og karlar strákum? James telur að bæði kynin þurfi að kynnast kennurum af báðum kynjum. Sé það rétt þarf að hækka hlutfall karlkennara í íslenskum skólum. Allt hnígur að því að brýnt sé að spyrna við fótum og bregðast af einurð við slöku gengi stráka í skólakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Nýverið kom fram að 23% íslenskra 15 ára stráka lesa ekki sér til gagns en 9% stúlkna glíma við sama vanda. Fyrir fáeinum áratugum var hlutfall kvenna í háskólum á Íslandi lægra en karla. Nú eru 63% háskólanema konur en aðeins 37% karlar. Hvernig má skýra þetta? Á Íslandi eru nánast allir starfsmenn leikskóla konur. Svipað gildir um grunnskóla, en þar er hlutfall kvenna yfir 80%. Í framhaldsskólum er vaxandi hluti kennslunnar í höndum kvenna, víða yfir 50% og stefnir í 80% á næstu fimmtán árum. Stuðlar þetta hugsanlega að því að strákar fari síður en stelpur í háskólanám? Er menntun að verða forréttindi kvenna? Ef svo er, þarf þá ekki að bregðast við og huga að réttindum stráka? Lítið heyrist talað um það. Áhyggjuefnið virðist vera að stelpur séu enn þá færri í verkfræðideild. Minna heyrist um áhyggjur af því að strákar séu færri en stelpur í lækna-, tannlækna- og lyfjafræðideild svo dæmi séu tekin.Eiga undir högg að sækja Englendingar hafa áhyggjur af því að strákar standa sig verr en stelpur í enskum skólum. Skv. rannsóknum Bonny Hartley, sálfræðings við háskólann í Kent í Englandi, stuðla kvenkennarar að lélegri sjálfsmynd stráka með því að vera sífellt að gagnrýna þá fyrir að eiga erfiðara með að sitja kyrrir og prúðir eins og stelpurnar. Við átta ára aldur eru strákarnir komnir á þá skoðun að stelpurnar séu stilltari, gáfaðri og hafi meiri metnað. Stelpurnar fá meiri hvatningu frá kvenkennurum svo þær telja sig gáfaðri en strákarnir. Um 90% enskra grunnskólakennara eru konur. Ekki skal því haldið fram hér að þessar niðurstöður megi yfirfæra á íslenska skóla. Sumar kannanir hér hafa sýnt neikvæðari sjálfsmynd stúlkna en drengja. Hvað sem því líður og hverjar sem ástæður þess eru virðast strákar eiga undir högg að sækja í skólum á Íslandi. Tekið skal fram að réttindabarátta kvenna á fullan rétt á sér og hefur sem betur fer skilað árangri þótt enn sé verk að vinna, m.a. varðandi launajafnrétti. Konur eiga að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar og hafa sömu tækifæri til menntunar og atvinnuþátttöku. Konur eiga allt gott skilið, en varla getur það talist æskilegt né eðlilegt að þær séu nánast allsráðandi við mótun ungs fólks í skólakerfinu. Hugsum okkur að þessu væri öllu öfugt farið, að stúlkur yrðu síður læsar en drengir, að hlutfall kvenna í æðra námi færi lækkandi, að flestir kennarar á flestum skólastigum væru karlar og að þeim færi fjölgandi. Líklegt er að slíkt þætti stórvandamál sem brugðist yrði við af festu. Þá væru sett lög, reglugerðir og kynjakvótar til að breyta hlutföllunum og rétta hlut stelpna. En þarf ekki að rétta hlut stráka?Ekkert frést af aðgerðum Bráðlega taka gildi lög um að konur skuli skipa 40% sæta í stjórnum stærri fyrirtækja á Íslandi. Menn hljóta að telja slíkt til bóta fyrir þjóðfélagið. Frá ESB koma skilaboð um að beita fjársektum til að ná þessu fram. Ekkert hefur þó frést af aðgerðum til að rétta hlut stráka í skólakerfinu. Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri sagði nýlega: „Örfá hlutverk í myndum karla eiga sem sagt að skapa okkur kvenímyndir í þessum öfluga miðli… Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls… Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“ Ég tek undir með Kristínu, en mér finnst hún þó taka djúpt í árinni. Ef það sem hún lýsir er hættuástand, hvaða orð á þá að hafa um það að skólakerfið sé óðum að komast í hendur annars kynsins? Varla verður þjóðfélagið heilt með kvennagildi ein í öndvegi í skólakerfinu svo notuð séu hennar orð. Ýmsir telja að strákar þurfi öðruvísi kennslu en stelpur og að karlkennarar séu líklegri til að henta strákum. Líklega er þó best fyrir bæði stráka og stelpur að hafa kennara af báðum kynjum. Abigail James, doktor í kennslusálfræði, er hlynnt kynjaskiptingu í skólum, telur slíkt báðum kynjum til hagsbóta. En þá er spurningin hvort konur eigi að kenna stelpum og karlar strákum? James telur að bæði kynin þurfi að kynnast kennurum af báðum kynjum. Sé það rétt þarf að hækka hlutfall karlkennara í íslenskum skólum. Allt hnígur að því að brýnt sé að spyrna við fótum og bregðast af einurð við slöku gengi stráka í skólakerfinu.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar