Sport

Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Klitschko og Povetkin voru brattir við vigtunina í Moskvu í dag.
Klitschko og Povetkin voru brattir við vigtunina í Moskvu í dag. Nordicphotos/Getty
Wladimir Klitschko líkti bresku hnefaleikaköppunum David Haye og Dereck Chisora við geltandi hunda fyrir heimsmeistaratitilvörn sína í þungavigt gegn Alexander Povetkin á morgun.

Mikill eftirvænting ríkir fyrir bardagagnn sem fram fer í Moskvu. Povetkin er talinn geta veitt Klitschko harða keppni en hann hefur aldrei tapað bardaga.

Haye og Chisora ætla að fylgjast með bardaganum í höfuðborg Rússlands á morgun. Klitschko lagði Haye í bardaga sumarið 2011 og eldri bróðir hans, Vitali, bar sigur úr býtum gegn Chisora á síðasta ári.

„Geltandi hundar bíta aldrei og Povetkin er ekki geltandi hundur,“ sagði Klitschko um bardagann framundan.

„Það er ekkert umdeilt líkt og þegar Haye talaði tóma steypu rétt fyrir bardaga okkar. Það er enginn að hrækja vatni eða slá utan undir eins og Chisora gerði fyrir bardagann gegn bróður mínum,“ sagði Klitschko líka. Hann segir Povetkin sýna mikla virðingu, sé afslappaður og fullur sjálfstrausts.

„Ég hef trú á því að hann muni sýna frábæra takta.“

Klitschko hefur barist 63 sinnum á ferlinum og aðeins tapað þrisvar. Povetkin er sem fyrr ósigraður í 26 bardögum. Bein útsending á Stöð 2 Sport & HD hefst klukkan 18.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×