Lífið

Lea rýfur þögnina

Glee-stjarnan Lea Michele ákvað að hafa samskipti við aðdáendur sína í gegnum Twitter, rúmlega tveimur vikum eftir að kærasti hennar, Glee-stjarnan Cory Monteith, fannst látinn úr of stórum skammti.

“Takk fyrir að hjálpa mér í gegnum þennan tíma með ást ykkar og stuðningi. Cory mun ávallt vera í hjarta mér,” skrifar Lea á Twitter-síðu sína og birtir mynd af sér og Cory á meðan allt lék í lyndi.

Lea og Cory ætluðu sér stóra hluti saman.
Cory fannst látinn á hótelherbergi sínu í Vancouver þann 13. júlí en hann og Lea voru búin að deita síðan snemma árs 2012.

Cory dó langt fyrir aldur fram.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.