Lífið

Perry og Pattinson alls ekki par

Katy Perry reynir að fullvissa Kristen Stewart um að þau Robert Pattinson séu aðeins vinir.
Katy Perry reynir að fullvissa Kristen Stewart um að þau Robert Pattinson séu aðeins vinir.
Katy Perry sendi Kristen Stewart SMS til þess að fullvissa hana um að hún væri ekki að hitta fyrrverandi kærasta hennar, Twilight-stjörnuna Robert Pattinson.

Hin 28 ára gamla Perry kynntist Pattinson í kjölfar sambandsslitanna í júní og ákvað söngkonan að láta fyrrum kærustu kappans vita að hún væri ekki að reyna neitt; hún vildi bara hjálpa leikaranum í gegnum ástarsorgina.

"Ég sendi henni skilaboð og sagði "Ég veit þú hefur heyrt alls konar slúður um okkur en þú veist að ég myndi aldrei sýna þér vanvirðingu. Ég er ekki sú týpa. Ég vildi bara vera honum góð vinkona og það er bara óheppilegt að ég skuli vera með brjóst," sagði söngkonan í viðtali við bresku útgáfu tímaritsins ELLE.

Allt ætlaði um koll að keyra á erlendu slúðurmiðlunum þegar það sást til Katy Perry og Robert Pattinson á tónleikum Bjarkar í Los Angeles í júní. Söngkonan segir hins vegar ekkert hæft í þeim efnum að hún og Pattinson eigi í ástarsambandi; þau séu aðeins vinir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.