Anton Sveinn McKee, sundkappi úr Ægi, hafnaði í 25. sæti af 34 keppendum í undankeppni 800 metra skriðsundsins á HM í Barcelona í morgun.
Anton Sveinn synti metrana átta hundrað á 8:08,81 mínútum sem er aðeins 62/100 frá rúmlega árs gömlu Íslandsmeti hans.
Átta bestu tímarnir duga í undanúrslit en Anton Sveinn var nokkuð fjarri því að komast þangað. Lakasti tíminn í úrslitin var 7:54,70 mínútur.
Connor Jaeger frá Bandaríkjunum synti hraðast allra á 7:49,28 mínútum.
Anton Sveinn við sitt besta
Tengdar fréttir
Hrafnhildur nálægt sínu besta
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH hafnaði í 30. sæti í undankeppninni í 100 metra bringusundi á HM í Barcelona í morgun.
Eygló nálægt undanúrslitasæti
Eygló Ósk Gústavsdóttir, sundkona úr Ægi, varð í 20. sæti í undankeppni 100 metra baksundsins á HM í sundi í 50 metra laug í Barcelona í morgun.
Eygló nokkuð frá sínu besta
Eygló Ósk Gústavsdóttir, sundkona úr Ægi, hafnaði í 34. sæti af 44 keppendum í undankeppni 200 metra skriðsundsins á HM í Barcelona í morgun.
Anton bætti Íslandsmet sitt á HM
Anton Sveinn Mckee úr Sundfélaginu Ægi bætti í morgun Íslandsmet sitt í 400 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu sem haldið er í Barcelona.