Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2013 19:04 Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11