Íslendingar skæðustu lyfjaneytendur í heimi Jakob Bjarnar skrifar 21. nóvember 2013 11:50 Magnús Jóhannsson: Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár. Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“ Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Íslendingar tróna á toppi lista yfir þær þjóðir sem nota mest þunglyndislyf sem og reyndar lyf almennt. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda. Þetta með þunglyndislyfin kemur fram í nýrri skýrslu OECD, (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin): Mikil aukning hefur verið á notkun þunglyndislyfja hjá hinum iðnvæddu þjóðum heimsins síðasta áratuginn og hvergi er notkunin meiri en hér á landi. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þunglyndi virðist ekki vera að aukast, þannig svo virðist sem fólk noti lyf í auknara mæli við vægari einkennum. Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu: „Já, það getur verið og þetta er eitthvað sem þarf að skoða miklu betur. Þetta hefur svo sem verið vitað lengi, áratugum saman að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Það hefur verið vitað lengi.“ Menn hafa að sjálfsögðu, að sögn Magnúsar, velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera. „Án þess að komast að neinni niðurstöðu. Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús. Íslendingar eru, sem áður sagði, á toppi listans, njóta þess vafasama heiðurs að mega teljast , en skýrslan leiðir í ljós að rúmlega einn af hverjum tíu landsmönnum eru slíkum lyfjum. Í kjölfarið fylgja Ástralía, Kanada og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Magnús segir að þetta þurfi að skoðast betur og verður eflaust gert í tilefni af þessari skýrslu. „Þá verður farið í einhverja vinnu til að reyna að greina þetta. Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt.“Þannig að Íslendingar virðast leita meira í lyf en aðrir til lausnar sínum vanda? „Já, það virðist vera. Það er gömul saga og ný. Þetta með róandi lyf og svefnlyf hefur verið vitað lengi, við höfum átt einhvers konar met í því undanfarin 40 ár.“
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira