Tónleikar til heiðurs Britten hundrað ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 14:00 "Tónleikarnir snúast dálítið um samstarf þeirra tveggja, Brittens og ljóðskáldsins W.H. Audens, en Auden kom tvívegis til Íslands og heillaðist af landinu,“ segir Hlín. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru hundrað ár frá því Britten fæddist og okkur langar að minnast hans með viðeigandi hætti,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona sem heldur tónleika á föstudagskvöld í Hannesarholti á Grundarstíg 10 ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin endurspeglar sérstaklega samstarf Benjamíns Britten og ljóðskáldsins Wystans Hugh Auden, meðal annars með ljóðaflokkunum On this Island og Cabaret Songs. Hlín kveðst hafa kynnst tónlist Brittens snemma á sínum ferli. „Það vildi þannig til að tvö fyrstu hlutverkin sem ég söng í óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg á sínum tíma voru í óperum eftir Britten. Ég fékk að syngja álf í Draumi á Jónsmessunótt og síðan söng ég Miss Jessel í uppfærslu á Turn of the Screw. Þetta voru mín fyrstu kynni af Britten og mér féll strax vel við hann. Hann er svo mikið 20. aldar tónskáld að því leyti að hann setti tónlist sína alltaf í samhengi við tíðarandann. Sum af tónverkum hans bera þess merki að hann var ungur maður eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann var alla tíð mikill friðarsinni.“ Í desember í fyrra bauð tónleikahaldari í Hamborg Hlín að syngja á tónleikum helguðum Britten áður en afmælisárið byrjaði og hún fékk undirleikara þar á staðnum. Þá einbeitti hún sér að tónlist Brittens við ljóð W.H. Audens. „Tónleikarnir hétu Eyjarskeggjar við arineldinn, með vísun til þess að ég er eyjarskeggi og Britten og Auden voru báðir Bretar. Á tónleikunum í Hamborg var ég með verk eftir Jórunni Viðar og Tryggva M. Baldvinsson í farteskinu, til að kynna eyjuna okkar.“ Á föstudagskvöldið verður hreint Britten-prógramm, að sögn Hlínar. „Við Gerrit Schuil byrjum klukkan 21 á afmælisdaginn sjálfan og gefum fólki þannig nægan tíma til að klára vinnudaginn og borða áður en það kemur, eða að fá sér að borða í Hannesarholti. Svo endurtökum við tónleikana á sunnudaginn, 24. nóvember, klukkan ellefu árdegis.“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Það eru hundrað ár frá því Britten fæddist og okkur langar að minnast hans með viðeigandi hætti,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona sem heldur tónleika á föstudagskvöld í Hannesarholti á Grundarstíg 10 ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin endurspeglar sérstaklega samstarf Benjamíns Britten og ljóðskáldsins Wystans Hugh Auden, meðal annars með ljóðaflokkunum On this Island og Cabaret Songs. Hlín kveðst hafa kynnst tónlist Brittens snemma á sínum ferli. „Það vildi þannig til að tvö fyrstu hlutverkin sem ég söng í óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg á sínum tíma voru í óperum eftir Britten. Ég fékk að syngja álf í Draumi á Jónsmessunótt og síðan söng ég Miss Jessel í uppfærslu á Turn of the Screw. Þetta voru mín fyrstu kynni af Britten og mér féll strax vel við hann. Hann er svo mikið 20. aldar tónskáld að því leyti að hann setti tónlist sína alltaf í samhengi við tíðarandann. Sum af tónverkum hans bera þess merki að hann var ungur maður eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann var alla tíð mikill friðarsinni.“ Í desember í fyrra bauð tónleikahaldari í Hamborg Hlín að syngja á tónleikum helguðum Britten áður en afmælisárið byrjaði og hún fékk undirleikara þar á staðnum. Þá einbeitti hún sér að tónlist Brittens við ljóð W.H. Audens. „Tónleikarnir hétu Eyjarskeggjar við arineldinn, með vísun til þess að ég er eyjarskeggi og Britten og Auden voru báðir Bretar. Á tónleikunum í Hamborg var ég með verk eftir Jórunni Viðar og Tryggva M. Baldvinsson í farteskinu, til að kynna eyjuna okkar.“ Á föstudagskvöldið verður hreint Britten-prógramm, að sögn Hlínar. „Við Gerrit Schuil byrjum klukkan 21 á afmælisdaginn sjálfan og gefum fólki þannig nægan tíma til að klára vinnudaginn og borða áður en það kemur, eða að fá sér að borða í Hannesarholti. Svo endurtökum við tónleikana á sunnudaginn, 24. nóvember, klukkan ellefu árdegis.“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira