Honda loks með forþjöppuvélar Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 14:15 Honda Civic Type-R fær 300 hestafla 2,0 lítra vél. Honda hefur verið þekkt fyrir að nota ekki forþjöppur (túrbínur) í vélar sínar fram að þessu, en á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir kynnti Honda 3 nýjar vélar sem allar eru með forþjöppu. Það eru þriggja strokka 1,0 lítra og fjögurra strokka 1,5 og 2,0 lítra vélar sem verða mjög öflugar, eins og títt er með vélar frá Honda. Mestu athyglina fékk 2,0 lítra forþjöppuvélin sem Honda segir að sé „10% meira spennandi“ en 3,5 lítra og 6 strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Það þýðir að hún verður um eða yfir 300 hestöfl. Allar vélarnar verða með beinni eldsneytisinnspýtingu, sodium-kælda ventla, rafstýrt afgas á forþjöppunum og mikla súrefnisinntöku sem tryggir mikil afköst. Rauða línan sem táknar hámarkssnúning er mörkuð við 7.000 snúninga og því munu vélar Honda áfram geta snúist mjög hratt. Tveggja lítra forþjöppuvélin mun meðal annars sjást í Honda Civic Type-R og fá má hann með 6 gíra beinskiptingu og 8 þrepa sjálfskiptingu. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Honda hefur verið þekkt fyrir að nota ekki forþjöppur (túrbínur) í vélar sínar fram að þessu, en á bílasýningunni í Tokyo sem nú stendur yfir kynnti Honda 3 nýjar vélar sem allar eru með forþjöppu. Það eru þriggja strokka 1,0 lítra og fjögurra strokka 1,5 og 2,0 lítra vélar sem verða mjög öflugar, eins og títt er með vélar frá Honda. Mestu athyglina fékk 2,0 lítra forþjöppuvélin sem Honda segir að sé „10% meira spennandi“ en 3,5 lítra og 6 strokka vélin sem hún á að leysa af hólmi. Það þýðir að hún verður um eða yfir 300 hestöfl. Allar vélarnar verða með beinni eldsneytisinnspýtingu, sodium-kælda ventla, rafstýrt afgas á forþjöppunum og mikla súrefnisinntöku sem tryggir mikil afköst. Rauða línan sem táknar hámarkssnúning er mörkuð við 7.000 snúninga og því munu vélar Honda áfram geta snúist mjög hratt. Tveggja lítra forþjöppuvélin mun meðal annars sjást í Honda Civic Type-R og fá má hann með 6 gíra beinskiptingu og 8 þrepa sjálfskiptingu.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent