Sport

Hilmar Örn bætti fjörutíu ára gamalt met þjálfara síns

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hilmar Örn Jónsson.
Hilmar Örn Jónsson. Mynd/Helgi Björnsson
Hilmar Örn Jónsson setti tvö íslensk unglingamet í flokki 16-17 ára á Coca Cola móti FH á laugardag.

ÍR-ingurinn kastaði 5 kg sleggju 74,45 metra og hækkaði sig um tvö sæti á heimslistanum í greininni. Þá setti hann líka met í kringlukasti með 1,5 kg kringlu sem flaug 58,20 metra. Þar bætti hann tæplega 40 ára met Þráins Hafsteinssonar frá 1974 sem var 55,22 metra.  Þráinn er einmitt yfirþjálfari Hilmars Arnar hjá ÍR.

Vigdís Jónsdóttir FH setti einnig met í flokki 16-17 ára í sleggjukasti með 3 kg sleggju þegar hún kastaði 51,75 metra.

 

Helgi Pétur Davíðsson, Ungmennafélaginu Smáranum (UMSE), bætti Íslandsmetmetið í 60 metra grindarhlaupi í flokki 13 ára og yngri á Aldursflokkamóti UMSE á dögunum. Helgi Pétur kom í mark á 9,89 sekúndum. 1 m/s mótvindur var í hlaupinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×