Hlægilega lágar bætur Erla Hlynsdóttir skrifar 21. janúar 2013 20:27 Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. Þetta byrjaði allt með því að Páll leitaði til Heilbrigðisstofnunar Austurlands árið 2011 eftir að hafa slasast á hendi. Það var mögrum mánuðum síðar sem hann komst að því að læknisheimsóknin hans hafði blandast inn í deilur tveggja lækna, deilu sem síðar var tekin fyrir af siðanefnd Læknafélagsins. Fyrir mistök birtist kafli úr sjúkdómsgreiningu Páls í úrskurði siðanefndar, í Læknablaðinu. „Það var í raun og veru læknir sem gat gefið út vottorð um að ég væri vitlaus - hann gerði það, þeir tóku mark á því og gáfu það út opinberlega," segir Páll. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Hann stefndi bæði Læknafélaginu og ritstjóra Læknablaðsins, og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness í málinu fyrir helgi.Þetta eru 300 þúsund krónur sem þú færð í bætur, hvað finnst þér um þessa upphæð? „Hlægileg. Hún nær ekki vikulaunum lækna. Ef að sjúkraskrár eiga að vera opnar og þetta eigi að skapa fordæmi um það, hvað yrði gert ef svona lagað gerist, ég held að enginn vilji það," segir Páll. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn komi ekki á óvart. Læknafélagið hafi þegar viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og beðið Pál afsökunar. Hinsvegar hafi félagið hafa haft efasemdir um greiðslu miskabóta. Dómurinn hefur enn ekki verið ræddur í stjórn Læknafélagsins. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur verið dæmt til að greiða Páli Sverrissyni miskabætur vegna birtingar á viðkvæmum persónuupplýsungum um hann í Læknablaðinu. Páli finnst bæturnar, þrju hundruð þúsund krónur, skammarlega lágar. Þetta byrjaði allt með því að Páll leitaði til Heilbrigðisstofnunar Austurlands árið 2011 eftir að hafa slasast á hendi. Það var mögrum mánuðum síðar sem hann komst að því að læknisheimsóknin hans hafði blandast inn í deilur tveggja lækna, deilu sem síðar var tekin fyrir af siðanefnd Læknafélagsins. Fyrir mistök birtist kafli úr sjúkdómsgreiningu Páls í úrskurði siðanefndar, í Læknablaðinu. „Það var í raun og veru læknir sem gat gefið út vottorð um að ég væri vitlaus - hann gerði það, þeir tóku mark á því og gáfu það út opinberlega," segir Páll. Málið fór fyrir Persónuvernd sem komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að birta upplýsingarnar úr sjúkraskrám Páls - burt séð frá því hvort hann hafi verið nafngreindur eða ekki. Hann stefndi bæði Læknafélaginu og ritstjóra Læknablaðsins, og dæmdi Héraðsdómur Reykjaness í málinu fyrir helgi.Þetta eru 300 þúsund krónur sem þú færð í bætur, hvað finnst þér um þessa upphæð? „Hlægileg. Hún nær ekki vikulaunum lækna. Ef að sjúkraskrár eiga að vera opnar og þetta eigi að skapa fordæmi um það, hvað yrði gert ef svona lagað gerist, ég held að enginn vilji það," segir Páll. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir í samtali við fréttastofu að dómurinn komi ekki á óvart. Læknafélagið hafi þegar viðurkennt að um mistök hafi verið að ræða og beðið Pál afsökunar. Hinsvegar hafi félagið hafa haft efasemdir um greiðslu miskabóta. Dómurinn hefur enn ekki verið ræddur í stjórn Læknafélagsins.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira