Stuðningsgrein: Þannig er Guðbjartur Dagur og Oddný skrifar 21. janúar 2013 16:00 Formannskosning í Samfylkingunni er val milli tveggja jafnaðarmanna. Það er í eðli sínu gott val. Það getur hins vegar skipt máli fyrir framtíðina hver úrslitin verða. Guðbjartur Hannesson tók við tveimur stórum ráðuneytum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Heilbrigðisráðuneytið hafði verið kallað rafmagnsstóllinn og félagsmálaráðuneytið var orðið það óvinsælasta af þeim öllum. Guðbjartur mildaði niðurskurðartillögur, fór um landið og aflaði sparnaði skilnings og setti niður deilur. Það fór ekki mikið fyrir því en það bar árangur. Þannig stjórnmálamaður er hann. Guðbjartur er einn virtasti skólamaður landsins og var skólinn hans, Grundaskóli, fyrstur grunnskóla til að fá hin íslensku menntaverðlaun. Það var fyrir brautryðjendastarf og nýsköpun, þar sem var hugsað út fyrir kassann og sérstök áhersla á nýja kennsluhætti og list- og verkgreinar. Guðbjartur, sem reyndar er aldrei kallaður annað en Gutti uppi á Skaga, náði þessum árangri með því að laða fram allt það besta í starfsmannahópnum og skapa liðsheild. Þannig stjórnandi er hann. Guðbjartur er norrænn jafnaðarmaður með áherslu á frjálst og öflugt atvinnulíf og varðstöðu um velferð fyrir alla. Hann hefur ekki veigrað sér við að vinna að sparnaði og raunhæfum lausnum til að ná endum saman í ríkisfjármálum en stóð gegn hugmyndum um að frysta laun og bætur lífeyrisþega sem leið að því marki. Þannig jafnaðarmaður er hann. Eða eins og einhver sagði: Ef Guðbjartur væri bílategund væri hann Volvo frekar en sportbíll. Ekki hraðskreiðastur en hann er traustur og öruggur, og endar ekki með þig úti í skurði. Hann er fulltrúi venjulegs launafólks, námsmanna, fjölskyldu- og barnafólks, eldri borgara og sjálfstæðra atvinnurekenda. Hann er fulltrúi hins venjulega Íslendings og gætir hagsmuna hans í hvívetna. Og þannig formaður verður hann. Við treystum Guðbjarti til málefnalegrar forystu og til að leiða Samfylkinguna í stjórnarmyndun að afloknum kosningum. Við styðjum Guðbjart Hannesson til formanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Formannskosning í Samfylkingunni er val milli tveggja jafnaðarmanna. Það er í eðli sínu gott val. Það getur hins vegar skipt máli fyrir framtíðina hver úrslitin verða. Guðbjartur Hannesson tók við tveimur stórum ráðuneytum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Heilbrigðisráðuneytið hafði verið kallað rafmagnsstóllinn og félagsmálaráðuneytið var orðið það óvinsælasta af þeim öllum. Guðbjartur mildaði niðurskurðartillögur, fór um landið og aflaði sparnaði skilnings og setti niður deilur. Það fór ekki mikið fyrir því en það bar árangur. Þannig stjórnmálamaður er hann. Guðbjartur er einn virtasti skólamaður landsins og var skólinn hans, Grundaskóli, fyrstur grunnskóla til að fá hin íslensku menntaverðlaun. Það var fyrir brautryðjendastarf og nýsköpun, þar sem var hugsað út fyrir kassann og sérstök áhersla á nýja kennsluhætti og list- og verkgreinar. Guðbjartur, sem reyndar er aldrei kallaður annað en Gutti uppi á Skaga, náði þessum árangri með því að laða fram allt það besta í starfsmannahópnum og skapa liðsheild. Þannig stjórnandi er hann. Guðbjartur er norrænn jafnaðarmaður með áherslu á frjálst og öflugt atvinnulíf og varðstöðu um velferð fyrir alla. Hann hefur ekki veigrað sér við að vinna að sparnaði og raunhæfum lausnum til að ná endum saman í ríkisfjármálum en stóð gegn hugmyndum um að frysta laun og bætur lífeyrisþega sem leið að því marki. Þannig jafnaðarmaður er hann. Eða eins og einhver sagði: Ef Guðbjartur væri bílategund væri hann Volvo frekar en sportbíll. Ekki hraðskreiðastur en hann er traustur og öruggur, og endar ekki með þig úti í skurði. Hann er fulltrúi venjulegs launafólks, námsmanna, fjölskyldu- og barnafólks, eldri borgara og sjálfstæðra atvinnurekenda. Hann er fulltrúi hins venjulega Íslendings og gætir hagsmuna hans í hvívetna. Og þannig formaður verður hann. Við treystum Guðbjarti til málefnalegrar forystu og til að leiða Samfylkinguna í stjórnarmyndun að afloknum kosningum. Við styðjum Guðbjart Hannesson til formanns.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar