Hlaupari liðsins, Ben Tate, segist vera kominn með lausnina. Liðið þurfi að ná aftur í rapparann góðkunna, Vanilla Ice.
Síðast þegar liðið vann leik þá tróð Vanilla Ice upp í hálfleik. Þá var liðið undir en reif sig upp eftir sönginn hjá Ísmanninum í hálfleik og vann leik.
Nú er því komin pressa á að forráðamenn félagsins fái Vanilla Ice aftur á völlinn og spurning hvort farið verði í það.
Hér að neðan má sjá hluta af prógramminu hjá Iceman á Reliant-vellinum.