Hverjum eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera þóknanlegar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslur bar hátt í umræðunni um nýja stjórnarskrá. Þær geta ýmist verið bindandi eða ráðgefandi, eftir því hvernig lög eða reglur kveða á um. Núna er ekkert slíkt að finna hjá okkur, nema þau ákvæði stjórnarskrár sem lúta að atkvæðagreiðslu vegna synjunar forseta Íslands á samþykki við nýafgreitt lagafrumvarp Alþingis. Verði af því að Íslendingar taki upp þjóðaratkvæðagreiðslur sem hluta af almennu lýðræði, blasa fáeinar staðreyndir við. Ein er sú að sitjandi ríkisstjórn hverju sinni verður að hlíta því að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu (eða láta hana yfir sig ganga vegna ákvæða um að Alþingi eða stór hópur fólks getur náð fram atkvæðagreiðslunni) um margvísleg málefni. Í fáeinum tilvikum gerist það í máli þar sem afstaða stjórnvalda er á skjön við svokallaðan þjóðarvilja sem atkvæðagreiðslan gefur til kynna, sé þátttaka ásættanleg. Að öðrum kosti væri bara efnt til atkvæðagreiðslna um málefni eða afstöðu sem ríkisstjórn teldi sér þóknanleg. Væri það ekki undarlegt lýðræði?Undarlegt lýðræði Hin staðreyndin er sú að leiði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að sitjandi ríkisstjórn verði skylt að gera eitthvað sem henni er mótdrægt, hlýtur hún að inna það verk af hendi, hvað sem tautar og raular. Ella væri sjálf atkvæðagreiðslan til lítils og lýðræðið enn og aftur afar undarlegt. Og væntanlega er ekki til þess ætlast að sérhver ríkisstjórn segi af sér ef þjóðaratkvæðagreiðsla útheimtir aðgerð sem ekki er í samræmi við stjórnarsáttmála hennar, er það? Ríkisstjórn er auðvitað þjónustustofnun að hluta til og hlustar á sitt fólk, innan stjórnarflokkanna, en líka á meirihlutavilja innan samfélagsins. Ef afsögn á að vera regla eða refsing, eru þjóðaratkvæðagreiðslur til lítils gagns sem hluti stjórnunarhátta. Nú ræða ábúðarmiklir stjórnmálamenn, álitsgjafar eða ræðumenn um að ekki megi efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni þar sem ráðamenn telja sig ekki geta framfylgt hugsanlegri niðurstöðu vegna eigin andstöðu við hana. Þá virðist sem þeir hafi ekki íhugað afstöðu sína til þjóðaratkvæðagreiðslna til enda, eða reyna að slá ryki í augu fólks. Fyrrgreindar og augljósar staðreyndir eru alveg óháðar afstöðu minni eða þinni, lesandi góður, til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða sjálfrar aðildarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun