Lífið

„Þeir eru báðir svona klikkaðir“

Snorri segir íslensku og Bandarísku flytjendurna ætla saman í Bláa Lónið.
Snorri segir íslensku og Bandarísku flytjendurna ætla saman í Bláa Lónið. MYND/Einar Bárðarson
„Högni og strákurinn sem var með honum pössuðu vel saman. Þeir eru báðir svona klikkaðir,“ segir Snorri Helgason um bandarísku tónlistarmennina sem stíga munu á stokk með þeim Högna Egilssyni og Lay Low í Iðnó þann 6. febrúar. Tónleikarnir kallast Denver Calling og fylgja eftir tónleikunum Reykjavík Calling sem haldnir voru í Denver í Colorado-fylki í haust.

„Það var bara mjög næs,“ segir Snorri um þá tónleika. Íslensku tónlistarmennirnir fengu þá úthlutað tónlistarmönnum í svipuðum dúr og þau sjálf frá útvarpsstöð þar ytra. Kom þeim að sögn Snorra vel saman.

„Þau eru mjög klár og skemmtileg,“ segir hann.

„Þau koma núna á þriðjudaginn og við ætlum ábyggilega að kíkja með þeim í sveitina, gera eitthvað svona beisikk.“

Hugmyndin með tónleikunum var sú að draga að áhorfendur sem kynnu vel að meta íslensku flytjendurna og nú stendur til að endurtaka leikinn hérlendis.

„Við vorum ekkert að flækja þetta, snúum þessu bara á rönguna og köllum þetta Denver Calling,“ segir Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

„Ég skora á tónlistaráhugafólk að koma og fylgjast með. Það þarf ekki annað en að fíla eitthvað af íslensku tónlistarmönnunum og það er nú ekki erfitt.“

Tónleikarnir hefjast klukkan níu, að lokinni setningu Vetrarhátíðar í Reykjavík, og er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.